takk fyrir þolinmæðina

Vegna álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana

3. Október 2024

Dekurdagar í Hagkaup Akureyri

Við höfum síðustu ár tekið virkann þátt í Dekurdögum á Akureyri þar sem safnað er fyrir Krabbameinsfélag Akureyris og nágrennis. Þessa daga bjóðum við 20% afslátt af öllum snyrtivörum, leikföngum, fatnaði, skóm, garni og búsáhöldum í verslun okkar á Akureyri.

Viðskiptavinir fá líka þann möguleika að bæta 500 króna styrk til Krabbameinsfélagsins við kaup sín á sjálfsafgreiðslukössum þessa daga.

Laugardaginn 5. október ætlum við svo að bjóða í bleikt boð í verslun okkar en frá kl. 15:00 verða bleikar veitingar í boði fyrir viðskiptavini okkar á meðan birgðir endast.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í bleiku þema í verslun okkar á Akureyri um helgina.