Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

6. Desember 2024

Dekur í leynivina pakkann

Í desember eru margir vinahópar og vinnustaðir með þá hefð að vera með leynivinaleik sem getur verið virkilega skemmtilegt og skapað góða stemningu í hópnum fyrir jólin. Það getur samt líka verið vandasamt að finna gjafir sem henta en við ætlum að koma með nokkrar hugmyndir af snyrtivörum sem passa vel í leynivinapakkann.


Powder puff ornament – Real Techniques
Þessi krúttlega jólakúla inniheldur tvær vörur sem er tilvalið að gefa ef leynivinurinn elskar förðunarvörur. Í pakkanum er nefnilega púður svampur sem er tvískiptur ásamt litlum sætum hyljara svamp. Báðar þessar vörur er gott að eiga í snyrtitöskunni og það skemmir sannarlega ekki fyrir hvað þær koma í fallegum og jólalegum umbúðum.

Floral Garden Kit – WetBrush
Sett sem hentar fyrir öll sem vantar góðan hárbursta. Settið kemur með hárbursta frá WetBrush og fallegri hárteygju í stíl. Burstinn er frábær til þess að greiða flækjur úr hárinu án þess að slíta það eða rífa of mikið í hárið. Svo er hægt að handskrifa ráð til leynivinarins að byrja alltaf á því að greiða hárið neðst og færa sig svo nær hársverðinum til þess að passa hárið extra vel.

Three Cheers Body Butter Trio – Dirty Works
Þetta gjafasett er algjör draumur fyrir þau sem vilja dekra við sig fyrir jólin og passa uppá að húðin þorni ekki of mikið í frostinu. Við erum ansi mörg sem gleymum því að setja krem á líkamann en húðin verður extra viðkvæm í kuldanum og það er því mjög góð gjöf að gefa fólki gott krem í gjöf. Svo ilma þau svo vel sem skemmir alls ekki fyrir.

Mini Trio Kit Decoration – Essie
Naglalökk fyrir hátíðarnar geta ekki klikkað. Þrjú virkilega falleg naglalökk frá Essie í 5 ml glösum í litum sem henta svo vel fyrir hátíðarnar. Einn klassískur hvítur, jóla rauður og fallegur látlaus bleikur litur. Gjöf sem ætti að geta slegið í gegn hjá mörgum leynivinum.

Luxury Refresh Set – BrushWorks
Annað sett sem er tilvalið fyrir kósý týpuna. Þetta sett er algjör snilld að eiga fyrir aðfangadag en það inniheldur hárhandklæði til þess að þurrka hárið eftir jólabaðið, hárband til þess að halda hárinu frá meðan við förðum okkur eða tökum af okkur farðann og svo fjölnota hreinsiklút til þess að þrífa jólaförðunina af í lok kvölds. Svo fallegt og mjúkt sett sem ætti að nýtast vel.

Það er svo mikið til af fallegum jólasettum hjá okkur sem má skoða með því að smella hér. Svo má ekki gleyma því að góður maski getur líka verið frábær í leynivinapakkann e nalla maska má skoða með því að smella hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.