takk fyrir þolinmæðina

Vegna álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana

30. September 2024

Einföld förðunarrútína fyrir haustið

Haustið er mætt, skólarnir byrjaðir og flest mætt aftur í rútínu eftir sumarfrí. Það getur verið erfitt að vakna extra snemma á morgnanna til þess að gera sig til og því getur verið hentugt að eiga einfalda förðunarrútínu í pokahorninu til þess að nýta sér á morgnanna. Það er hægt að gera förðunina einfalda og fallega á stuttum tíma og okkur langar að gefa ykkur smá dæmi um einfalda förðun fyrir morgna þar sem við viljum snooza örlítið lengur en venjulega.

Áður en við förum yfir förðunarvörurnar sjálfar ætlum við að fara yfir þau áhöld og bursta sem gott er að hafa við höndina áður en við hefjumst handa. Heavenly Luxe Brush Complexion Perfection burstinn frá IT cosmetics er tilvalinn, hann má nota í allar kremvörur og því ekki þörf á að vera með marga bursta sem gerir rútínuna enn einfaldari. Svo er það Beautyblender original sem er frábær í farða og hyljara til þess að fá aðra áferð en burstinn gefur. Það er yfirleitt persónulegt hvort fólk kýs frekar bursta eða svamp. Fyrir púðurvörurnar getur verið gott að vera með Powder puff frá Brush works til þess að setja hyljara og farða og svo miðlungs stórann púður bursta eins og Everything Face Brush frá Real Techniques fyrir sólarpúður og kinnalit.

En þá skulum við demba okkur í förðunina sjálfa.

Það er gott að byrja á að gefa húðinni ljóma og raka áður en farðinn og aðrar vörur fara yfir og þá getur Honey Dew Me Up farðagrunnurinn frá NYX Professional Makeup komið sér vel. Hann inniheldur meðal annars þykkni úr hungangsmelónu sem gefur húðinni fallega og ljómandi áferð. Það er best að bera farðagrunninn á með hreinum fingrum og vinna hann vel inn í húðina.

Þegar farðagrunnurinn er kominn á er komið að farðanum sjálfum. Að þessu sinni ætlum við að notast við nokkuð léttan farða með ljómandi áferð og léttri til miðlungs þekju. Farðinn er Luminous Sheer frá Sensai en farðinn gefur virkilega fallega ljómandi áferð á húðina og minnir í rauninni aðeins á BB krem. Farðinn hjálpar líka til við að varðveita rakastig húðarinnar sem er fullkomið í hita breytingunum á þessum tíma. Farðann er hægt að bera á með höndunum, bursta eða svampi eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Næst er það hyljarinn. Að þessu sinni er það Eye Bright‘n Conceal frá GOSH Copenhagen en þessi vara er þrjár vörur í einni því hún er allt í senn augnkrem, hyljari og ljómagjafi. Hyljarinn litaleiðréttir í kringum augnsvæðið, birtir það upp og bætir ásýnd húðarinnar. Léttur og góður hyljari sem hentar vel fyrir létta förðun. Hyljarann má blanda út með fingrunum, litla endanum á IT burstanum eða með Beautyblender.

Til þess að gera förðunina einfalda ætlum við að fara næst í púðurvörur og sleppa skrefunum sem eru krem skygging. Við setjum púður á þau svæði sem við viljum hafa minna ljómandi með Synchro Skin Invisible Silk Pressed Powder frá Shiseido. Púðrið mattar húðina auk þess sem það dregur úr ásýnd svitahola og fínna lína. Virkilega fíngert og fallegt púður sem situr vel á húðinni. Það er hægt að nota Powder Puff eða svampinn sem fylgir púðrinu til þess að bera það á.

Sólarpúðrið er það næsta sem við drögum fram til þess að gefa húðinni örlitla hlýju og lit. Contour Enhancing Face Bronzer frá Dr Irena Eris er virkilega fallegt þriggja lita sólarpúður sem gefur fallegan lit. Púðrið er mjög létt og hægt að nota bæði til þess að skyggja, draga fram fallegar línur andlitsins og sem augnskugga. Stóri púðurburstinn er tilvalinn í að setja sólarpúðrið á andlitið.

Því næst er það kinnaliturinn Pop Liquid Lip and Cheek Oil Black Honey frá Clinique, vara sem hægt er að nota bæði sem kinnalit og varaolíu algjör negla. Falleg vara- og kinnaolía sem gefur ferskan lit í andlitið og á varirnar.

Þegar kinnaliturinn er kominn á setjum við allt á sinn stað með All Nighter Hyaluronic Setting Spray frá Urban Decay. Rakasprey sem hjálpar okkur að halda förðuninni á sínum stað í allt að 16 klukkustundir.

Síðast en ekki síst er það maskarinn. Nýji Hypnôse Drama maskarinn frá Lancômé gefur augnhárunum svartan lit og lætur þau líta út fyrir að vera þykkari og þéttari. Formúlan inniheldur augnháraserum svo maskarinn er því að vinna fyrir augnhárin þín yfir daginn og gefa þeim næringu.

Við vonum að rútínan fari vel í ykkur og þessi tillaga að förðun gefi ykkur hugmyndir inn í haustið. Verslanir okkar eru fullar af spennandi vörum fyrir haustið sem er vel þess virði að skoða. Það má líka skoða úrvalið í vefversluninni okkar með því að smella hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup