25. Febrúar 2025

Vel heppnað fermingarkvöld

Fjöl­mennt var á ferm­ing­ar­kvöldi Hag­kaups sem haldið var í Hag­kaup Smáralind fimmtu­dag­inn síðastliðinn, 13. fe­brú­ar. Á kvöld­inu bauðst gest­um að kynna sér þær fjöl­breyttu vör­ur sem finna má í Hag­kaup fyr­ir ferm­ing­una, skraut, veit­ing­ar, snyrti­vör­ur og margt fleira.

„Þetta er í þriðja sinn sem við höld­um ferm­ing­ar­kvöld og það heppnaðist gríðarlega vel. Úrvalið fyr­ir ferm­ing­una er alltaf að aukast hjá okk­ur en í Hag­kaup er að finna úr­val af veit­ing­um og skreyt­ing­um fyr­ir veisl­una, snyrti­vör­um fyr­ir ferm­ing­ar­börn­in og síðast en ekki síst alls kon­ar vör­ur sem henta vel sem ferm­ing­ar­gjaf­ir,“ seg­ir Lilja Gísla­dótt­ir sér­fræðing­ur markaðsmá­la hjá Hag­kaup.

Hápunkt­ur kvölds­ins var förðun­ar­kennsla sem unn­in var í sam­starfi við Beauty­klúbb­inn. Það var Lilja, sér­fræðing­ur markaðsmá­la hjá Hag­kaup, sem sá um kennsl­una en hún er líka förðun­ar­fræðing­ur. Hún fór yfir létta húðum­hirðufræðslu og ein­falda förðun fyr­ir ferm­ing­ar­dag­inn.

„Börn og ung­menni sækja orðið meira og meira í snyrti­vör­ur, bæði húð- og förðun­ar­vör­ur en það er mik­il­vægt að þau fái leiðbein­ing­ar um hvað hent­ar fyr­ir svona unga húð. Við vit­um að sam­fé­lags­miðlar búa oft til pressu og jafn­vel óraun­hæf­ar kröf­ur á ein­stak­linga hvað varðar húðum­hirðu og förðun. Okk­ar mark­mið með ferm­ing­ar­kvöld­inu er að fræða og aðstoða þenn­an hóp viðskipta­vina okk­ar þegar kem­ur að þess­um vöru­flokki og leiðbeina þeim eins vel og við get­um. Það er nefni­lega þannig að húðin er ólík eft­ir ein­stak­ling­um og það sem við sjá­um í gegn­um filtera á sam­fé­lags­miðlum er eitt­hvað sem end­ur­spegl­ast ekki endi­lega í raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir Lilja.

Auk þess að bjóða upp á förðun­ar­kennslu var gest­um boðið upp á ýms­ar kræs­ing­ar. 17 Sort­ir buðu upp á smakk af sín­um góm­sætu kök­um og Töst buðu gest­um smakk. Veislu­rétt­ir Hag­kaups kynntu brot af úr­vali sínu en sem dæmi var þar að finna mini ham­borg­ara, taco og sæta bita. Úrval veislu­rétta má skoða og panta á vef Hag­kaups.