6. Mars 2025

Einfaldu lífið með Veisluréttum fyrir ferminguna

Við höfum bætt við opnunardögum valda daga yfir fermingatímabilið 2025 og hvetjum viðskiptavini okkar til þess að leggja inn pöntun tímanlega, en í fyrra seldust þessir dagar sem í boði eru hratt upp.

Við bjóðum upp á úrval rétta sem henta fullkomlega fyrir fermingardaginn. Veislubakkarnir eru samsettir af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið.  Úrvalið er fjölbreytt og bjóðum við meðal annars upp á vinsælu kjúklingaspjótin okkar, vorrúllur, dumplings, brakandi tempura rækjur, okkar vinsæla Orgiami sushi og ljúffeng smörrebröð. Auk þess erum við með ljómandi góða sæta bita sem bráðna í munni.

Hægt er að sækja veislurétti í Hagkaup Smáralind eða fá þá heimsenda á höfuðborgarsvæðinu (athugið, heimsending er ekki í boði á sunnudögum). Nánari upplýsingar um Veislurétti má finna hér

Þeir dagar sem við höfum opnað sérstaklega fyrir eru:
23.mars
30.mars
6.apríl
13.apríl

Smelltu hér til að skoða Veislurétti