3. Mars 2025
Gullmolar á Tax free
Það er vor í snyrtivöruloftinu ef svo má að orði komast því það er allt orðið pakkfult af spennandi nýjum snyrtivörum í verslunum okkar. Það vill líka svo heppilega til að það er tax free* svo það er um að gera að nýta afsláttinn í að prófa eitthvað af þessum nýju og spennandi snyrtivörum.
Dr Irena Eris Hybrid Face & Eye Palette
Ekki nóg með að þessi palletta er svo falleg að hún gæti verið hillustáss þá er líka hægt að nota hana á svo marga mismunandi vegu. Eins og nafnið gefur til kynna má nota hana bæði á augu og andlit en hún kemur með fjórum litum af púðrum, 2 kinnalitir, eitt ljóst púður og eitt sólarpúður. Alla litina er hægt að nota til þess að búa til fallega augnförðun en líka til þess að skyggja andlitið og gefa því sólkysst útlit. Í pallettunni eru bæði mattir og sanseraðir litir og hún er tilvalin fyrir þau sem vilja geta keypt eina vöru sem má nýta í marga hluti. Algjör bomba sem við mælum með að skoða.
L'oréal Paris – Paradise Le Shadow Stick
Augnskuggastifti með dásamlega fallegri áferð. Um er að ræða kremkenndan augnskugga í stift formi sem er svo auðvelt að vinna með og má nota yfir allt augnlokið. Þessi fallegu augnskuggastifti koma í nokkrum mismunandi litum bæði í mattri og ljómandi áferð. Ef þú miklar það fyrir þér að nota augnskugga en langar til þess þá er þetta varan sem þú ættir að prófa. Svo auðvelt að bera litinn á augun og blanda aðeins út með fingrunum.
Lancôme – Lash Idôle Flutter Extensions Mascara
Nýr maskari frá Lancôme sem lengir augnhárin í fyrstu stroku. Maskaragreiðan er minni umfangs en margar aðrar og er hönnuð til þess að ná til allra augnháranna og vel í augnhárarótina. Það er mjög auðvelt að stjórna því hversu mikið magn af maskaranum maður vill nota og hægt að stjórna því nokkuð vel hvort hann lengir og þykkir eða lengir bara og gefur lit. Einstaklega þægilegur í notkun og sértsaklega viðráðanlegur á neðri augnhárin sem oft geta verið til vandræða þegar kemur að maskara ásetningu.
Misslyn – Ultra Shimmer Highlighter
Vá, það er eiginlega fyrsta orðið um þennan highlighter. Hann er svo fallegur og gefur húðinni svo mikinn og fallegan ljóma. Þetta ljómapúður kemur í fjórum litum svo það ættu öll að geta fundið sér lit við hæfi. Það má nota púðrið bæði til þess að setja ljóma á andlit eða bringu en svo er það líka mjög fallegt sem augnskuggi. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er fallegur í pakkningunni.
Við gætum haldið svo lengi áfram með nýjungar því að þær hreinlega streyma inn til okkar þessa dagana. Hægt er að skoða megnið af snyrtivöruúrvali með því að smella hér og svo er alltaf hægt að kíkja til okkar og fá aðstoð í verslunum okkar með val á snyrtivörum sem henta.
*Tax free jafngildir 19,36% afslætti.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup