20. September 2023
Framgangur kvenna í stjórnendastöðum
Hagkaup leggur ríka áherslu á framgang kvenna í fyrirtækinu og er stolt af því að hlutfall karla og kvenna sé jafnt í stjórnendastöðum verslana okkar.
Jafnfrétti og jafnlaunastefna er í hávegum höfð í verslunum Hagkaups út um allt land. Elín V. Gautadóttir, verslunarstjóri Hagkaups í Garðabæ segir góða samvinnu vera lykilinn að árangri.
„Ég legg áherslu á að vinna með fólkinu í staðinn fyrir að vera mikið að skipa fyrir. Ég er meira þannig þenkjandi að ef ég er ekki til í að vinna vinnuna af hverju ætti starfsfólkið að gera það? Ég veigra mér ekkert við því að ráðast sjálf í dagleg verkefni og þá er starfsfólkið miklu viljugra til þess að leggja hönd á plóg“.
Elín er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá viðskipta- og hagfræðibraut auk þess sem hún er viðurkenndur bókari. Hún hóf störf hjá Hagkaup árið 2009 og tók við verslunarstjórastöðu í Garðabæ 2018 og svo stöðu verslunarstjóra í Smáralind samhliða Garðabæ árið 2021 til 2023.
„Ég tók við Garðabæ í byrjun desember 2018, „fimm mínútur“ í jólatörnina. Þetta var stór áskorun og á þeim tímapunkti tók ég ákvörðun um að ég myndi ráða við þetta.“
Elín segir að helstu verkefni sín yfir daginn séu að fara yfir stöðu í öllum deildum verslunarinnar og leiðbeina deildarstjórum varðandi hvar þurfi að laga til og leggja áherslu á. Sex konur og sex karlar starfa í stjórnendastöðum í verslunum Hagkaups