20. Desember 2024

Hamborgarahryggur með maltgljáa

Hagkaups hamborgarahryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur og einstaklega einfaldur í undirbúning. Hryggurinn er forsoðinn svo það þarf bara að skella honum í ofninn. Hér er gómsæt uppskrift að hamborgarahrygg og með því frá Matarmönnum.

Maltgljái par exelans
330ml Malt
2dl púðursykur
1/2 dl balsamik edik
1/2 dl dijon
1/2 dl tómatsósa
1/2 dl bbq sósa
1/2 dl rjómi

Sjóðið maltið niður þar til það verður að sýrópi (ca 50-70ml af vökva eftir). Í öðrum potti blandið þið saman sykri og edikinu og leyfið að bráðna í rólegheitunum á miðlungshita. Bætið restinni af sósunum, rjómanum, og malt sýrópinu saman við og sjóðið niður í um 30 mínútur. Hrærið reglulega þar til gljáinn hefur náð þeirrri áferð sem þið viljið, betra að haf í þykkara lagi.

Waldorf salat
3 græn epli, afhýdd og skorin í litla bita
20 græn vínber, skorin í tvennt
1/2 bolli bláber
Valhnetur eftir smekk, gróft saxaðar
150ml sýrður rjómi
250ml rjómi, þeyttur 
Gróft saxað súkkulaði eftir smekk

Öllu blandað varlega saman og borið fram kalt

Jólasósan
160 ml Appelsín
Ananas safi úr einni lítilli dós
2 dl rauðvín
1 dl af maltgljáanum
2 dl soð frá hryggnum
5 dl rjómi
1 msk nautakraftur
Sósulitur (má sleppa)

Jólarauðkál með trönuberjum
1/2 rauðkálshaus
2 msk Púðursykur
3/4 bolli rauðvínsedik
3/4 rauðvín
1 1/2 Vatn
5 anísstjörnur
1/2 bolli trönuber
100 gr smjör

Skerið rauðkálið ílangt í þunna strimla og bætið öllum hráefnunum í pott á miðlungshita. Látið malla þar til nánast allur vökvi hefur gufað upp (ca 1 1/2 klst). Hrærið reglulega í rauðkálinu og smakkið í lokin. Sé rauðkálið of sætt má bæta smá ediki saman við, en ef rauðkálið er of súrt bætið þið við púðursykri.