Takk fyrir þolinmæðina

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á afsláttadögum sl. daga. Vegna mikils álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana.
Takk fyrir þolinmæðina, við erum að vinna pantanirnar eins hratt og við getum.

10. Desember 2024

Hamingjuský á jólum

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, er með einstakt auga fyrir útliti og fegurð. Hún hefur aðstoðað landsmenn í að búa til fallegar kökur fyrir jólin og lætur ekki sitt eftir liggja þetta árið. Hún mælir með því að við búum til litlar fallegar pavlovur og að við gerum virkilega vel við bragðlaukana okkar núna með súkkulaði, í bland við marens og rjóma. Glæsilegt veisluborð með girnilegum eftirréttum verður í öndvegi þessi jólin!

Litl­ar pavlov­ur fyllt­ar með sítr­ónu­fyll­ingu og rjóma
6 stk. eggja­hvít­ur
300 g syk­ur
1 ½ tsk. matare­dik
1 tsk. vanillu­drop­ar
Salt á hnífsoddi
1 krukka (326 g) frá Stonewall Kitchen eða önn­ur teg­und að ykk­ar vali
400 ml rjómi
Fersk ber að eig­in vali
Flór­syk­ur, magn eft­ir smekk

Aðferð:
For­hitið ofn­inn í 100°C. Þeytið eggja­hvít­ur með salti, bætið sykri sam­an við í þrem­ur skömmt­um og þeytið vel á milli. Bætið ed­iki og vanillu­drop­um sam­an við þegar mar­ens­inn er orðinn stíf­ur. Setjið mar­ens­inn í sprautu­poka eða notið skeiðar til þess að móta lít­il hreiður. Bakið mar­ens­inn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofn­in­um, opnið hurðina og látið mar­ens­inn kólna í ofn­in­um eða yfir nótt eins og ég geri gjarn­an. Setjið góða skeið af sítr­ónu­búðingi yfir hverja köku og síðan er rjóm­inn sett­ur yfir. Skreytið að vild með fersk­um berj­um og stráið flór­sykri yfir rétt áður en þið berið kök­urn­ar fram.

Risa þristakaka með vanilluís og súkkulaðisósu
1 þristadeig frá Evu Laufeyju
Vanilluís, magn eftir smekk
100 g suðusúkkulaði

Brætt 80 g þristasúkkulaði, smátt skorið. Hitið ofninn í 180 gráður, blástur. Setjið bökunarpappír í hringlaga form og þjappið deiginu í formið svo það móti eitt stórt deig. Bakið við 180 gráður í 16-18 mínútur. Berið strax fram með vanilluís, bræddu súkkulaði og smátt söxuðum þristabitum.

Lindor súkkulaðimús með saltaðri karamellu

Fyr­ir 6-8
200 Lindor-súkkulaðikúl­ur með saltaðri kara­mellu og 3 msk. rjómi
100 g suðusúkkulaði
550 ml rjómi
1 tsk. vanillu­drop­ar
200 g súkkulaðibita­kök­ur muld­ar
Söltuð kara­mellusósa, magn eft­ir smekk

Aðferð:
Bræðið súkkulaðið í rjóm­an­um. Stífþeytið rjómann. Hellið súkkulaði út í rjómann og hrærið vel sam­an ásamt vanillu­drop­um. Myljið súkkulaðibita­kök­ur og setjið í form á glasi eða skál, því næst er mús­inni sprautað yfir og það er gott að kæla hana aðeins áður en þið sprautið, en þannig er hún stífari. Setjið saltaða kara­mellusósu yfir í lok­in og jafn­vel skreytið með fersk­um berj­um. Kælið vel áður en þið berið hana fram.