10. Desember 2024
Ljúffeng hreindýralund
Það eru margir sem kjósa að hafa hreindýr um jólin en hreindýr er gjarnan mjög vinsælt hráefni. Hér er uppskrift af hreindýralund frá Snædísi Jónsdóttur matreiðslumanni sem eldar hana á einfaldan en ljúffengan hátt.
Mælt er með 180-200 g af lund á mann.
Hitið ofninn á 180°c. Steikið eða grillið allar hliðar, eldað ofni upp kjarnhita 48°c og leyft að hvíla upp kjarnhita 56-57°c.
Bláberjasósa
750 ml kjúklingasoð
750 ml bláberjasafi
100 ml rauðvín eplaedik
100 g smjör
5 g timanlauf salt
Hellið rauðvíni og bláberjasafa í pott og sjóðið niður um ¾. Bætið kjúklingasoði saman við og sjóðið niður um helming. Smakkið sósuna til með eplaediki og salti. Að lokum er smjöri hrært saman við samt timanlaufum.