Takk fyrir þolinmæðina

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á afsláttadögum sl. daga. Vegna mikils álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana.
Takk fyrir þolinmæðina, við erum að vinna pantanirnar eins hratt og við getum.

10. Desember 2024

Ljúffeng hreindýralund

Það eru marg­ir sem kjósa að hafa hrein­dýr um jól­in en hrein­dýr er gjarn­an mjög vin­sælt hrá­efni. Hér er uppskrift af hrein­dýra­lund frá Snæ­dísi Jóns­dótt­ur mat­reiðslu­manni sem eldar hana á ein­fald­an en ljúf­feng­an hátt. 

Mælt er með 180-200 g af lund á mann.

Hitið ofninn á 180°c. Steikið eða grillið allar hliðar, eldað ofni upp kjarnhita 48°c og leyft að hvíla upp kjarnhita 56-57°c.

Bláberjasósa
750 ml kjúklingasoð
750 ml bláberjasafi
100 ml rauðvín eplaedik
100 g smjör
5 g timanlauf salt

Hellið rauðvíni og bláberjasafa í pott og sjóðið niður um ¾. Bætið kjúklingasoði saman við og sjóðið niður um helming. Smakkið sósuna til með eplaediki og salti. Að lokum er smjöri hrært saman við samt timanlaufum.

Sjá myndband hér