12. Janúar 2022

Heilsu- og lífsstílsdagar Hagkaups

Í upphafi nýs árs er kjörið tækifæri til þess að fara yfir fæðuval og lífsstíl. Hagkaup býður yfir 800 vörur á sérstöku tilboði á heilsu og lífsstílsdögum frá 13 - 23 janúar 2022.

Hagkaup hefur gefið út veglegt heilsu og lífsstíls blað þar sem fjallað er um um ýmsa þætti er stuðla að betri heilsu og vörur þeim tengdum. Ítarlegar umfjallanir eru í blaðinu um vítamíninnihald í grænmeti, vegan fæði, mikilvægi grænmetis og ávaxta í daglegri fæðu, fagleg ráð fyrir íþróttafólk, hvernig huga beri að meltingunni og margt fleira. Einnig má finna í blaðinu áhugaverða grein eftir Helgu Maríu hjúkrunarfræðing þar sem hún fjallar um hvað sé heilsusamlegt mataræði.

Yfir 800 vörur verða á sérstöku tilboði í öllum verslunum á Heilsu- og lífsstílsdögum Hagkaups frá 13 -23 janúar 2022.

Heilsu- og lífsstílsblaðið má sjá hér að neðan.