31. Október 2024
Hræðilegar hrekkjavöku smákökur
Hrekkjavakan er gengin í garð og í tilefni þess bjó Emilía Heenen til klassískar djúsí súkkulaðibita smákökur með skemmtilegum hrekkjavöku snúning. Einfalt og skemmtilegt og alveg tilvalið að skella í þær með krökkunum.
Innihald:
230 gr smjör við stofuhita
200 gr púðursykur
100 gr sykur
2 egg og 2 eggjarauður
2 tsk vanilludropar
480 gr hveiti
2 msk maissterkja
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
300 gr súkkulaði
12 oreo kex
Aðferð:
1. Hitið ofninn á 190°.
2. Blandið saman öllum þurrefnum nema sykri í skál og setjið til hliðar.
3. Blanda vel saman púðursykri, sykri og smjöri þangað til blandan er orðin ljós og fluffly.
4. Næst er eggjum bætt við og vanilludropum.
5. Þurrefnin sett útí og passað að hræra ekki of lengi.
6. Næst er súkkulaðinu bætt við.
7. Ef þið ætlið að gera báðar tegundirnar þá er deiginu hér skipt í tvennt og annar helmingurinn
settur inní ískáp.
8. Í hinn helminginn er oreo kexinu bætt við deigið mun vera mjög þykkt.
9. Ég vigtaði kökurnar til að hafa þær alveg jafnar en gerði hverja kúlu 100 gr. Þær verða alveg
soldið stórar.
10. Inn í ofn á 8-9 mínútur eða þar til endarnir hafa settlast. En þær eiga að vera pínu hráar í
miðjunni þegar að þær eru teknar út.
11. Fyrir draugakökurnar þaá eru sykurpúðar bræddir og sett ofaná. Þetta er mjöög sticky en ég
notaði puttana fannst það best.
12. Svo eru augun sett á og kökurnar eru orðnar “spooky”.