26. Mars 2024
Huggulegheit um páskana
Það eru mörg sem eru að komast í páskafrí núna á fimmtudaginn og það er upplagt að nýta lausar stundir í smá dekur og kósý, hvort sem það er með fjölskyldunni eða bara fyrir sig. Það er alveg að koma vor og tíminn til þess að endurstilla allt kerfið, ná smá slökun og koma svo endurnærð til baka eftir páskana. Við erum með nokkrar vörur sem geta vonandi hjálpað ykkur að fá hugmyndir að kósý stund fyrir alla fjölskylduna.
vo við byrjum á því að skoða eitthvað sem hentar fyrir alla fjölskylduna þá er Sweet Dreams gjafapakkningin frá Childs Farm frábær kostur. Í henni eru búbblubað, líkamskrem og róandi sprey sem má úða yfir rúmfötin fyrir góða lykt og ró. Það gerir baðferðina mun skemmtilegri að vera með ilmandi bubblur og svo er extra kósý að bera á sig gott krem eftir baðið. Svo skemmir ekki fyrir að við erum með kósý náttsloppa í verslunum okkar sem væri tilvalið að smella sér í til þess að toppa kósýheitin.
Eftir baðferð er hægt að dekra bæði líkama og andlit með góðum rakagefandi vörum. WAKE ME UP! Hydrate & Depuff settið frá AK Pure Skin er algjör bomba til þess að dekra vel við andlitið. Settið inniheldur rakamaskann frá AK Pure Skin ásamt Cryo-Ice Globes sem eru hannaðir til þess að auka blóðflæði í andliti og vinna að því að draga úr þrota og bólgum ásamt því að róa húðina. Það er algjör snilld að geyma Cryo-Ice Globes í ísskáp og nota þá kalda, frískar hratt og vel upp á húðina og er virkilega þægilegt!
Til þess að gefa augunum svo extra raka, ljóma og draga úr þrota enn frekar eru Hyaluronic Fix Jelly Patches frá NIP+FAB algjört æði, en eins og með Cryo-Ice Globes mælum við með að geyma þá í kæli fyrir þetta litla extra. Boxið kemur með 20 pörum af augnmöskum og þetta er svo sannarlega vara sem er gott að eiga í ísskápnum þegar þreytan og þrotinn bankar uppá í kringum augnsvæðið.
Síðast en alls ekki síst er upplagt að enda kósý stundina á dekri fyrir tásurnar. Fæturnir eiga það til að gleymast en fótakremið frá Dr Irena Eris inniheldur náttúrulega rakagjafa sem gera fæturna samstundis mjúka. Létt krem sem inniheldur bæði steinefni og vítamín fyrir fæturnar og getur hjálpað til við að fá endurnærðar tásur og fætur.
Það er svo margt sem hægt er að gera til þess að eiga huggulega stund með fólkinu sínu, eða bara með sjálfum sér hvort sem er yfir páskana eða bara eitt gott þriðjudagskvöld.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup