13. Desember 2024
Humar með eplarjómasósu
Humar er vinsæll forréttur um jólin og hér deilir Helga Magga girnilegri uppskrift með okkur sem er sniðugt að prófa um jólin.
Humar með eplarjómasósu
500 g skelflettur humar
2 gul epli
50 g smjör
Sósa
2 skalottlaukar, litlir
1 dl hvítvín
2,5 dl rjómi
1 tsk. dijonsinnep
1-2 tsk. fljótandi humarkraftur frá Tasty salt og pipar sósujafnari
Saxið laukinn smátt og steikið í olíu á pönnu. Bætið hvítvíni og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í um fimm mínútur. Þykkið sósuna svo örlítið með sósujafnara. Því næst er sósan bragðbætt með kalkúnakrafti, salti, pipar og sinnepi. Afhýðið eplin og skerið í smáa teninga. Bræðið smjörið á pönnu og steikið humarinn ásamt eplunum í 1-2 mínútur. Hellið sósunni á pönnuna og látið sjóða í eina mínútu. Berið strax fram. Mér finnst flott að bera þetta fram á ristuðu súrdeigsbrauði með fersku káli eða klettasalat