15. Desember 2024

Indversk vetrarsúpa

Að rækta garðinn heima og að njóta á jólunum er í anda Guðnýjar Jónsdóttur sem kann að búa til veislu úr fallegum og góðum vegan mat. Hér deilir hún ljúffengri uppskrift af indverskri vetrarsúpu.

Uppskrift
100 g jasmin-grjón
2 msk. olía
½ tsk. brún sinnepsfræ
1 tsk. kummínfræ (broddkúmen)
2 græn chili-piparaldin, fræhreinsuð og söxuð
1 lárviðarlauf
2 negulnaglar
1 lítil kanilstöng
½ tsk. túrmerik
1 stór laukur, skorinn
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 nípa skorin í bita
200 g grasker í bitum
200 g sætar kartöflur í bitum
1 tsk. paprika
1 tsk. kóríander
225 g rauðar linsur
2 tómatar, skornir lítið búnt af ferskum kóríander
1 tsk. rifin engiferrót 1 tsk. sítrónusafi

Sjóðið grjónin sér og geymið. Á meðan er olían hituð í þykkbotna potti og sinnepsfræ, kummínfræ, chili-piparaldin, lárviðarlauf, negulnaglar, kanilstöng og túrmerik hitað þar til fræin byrja að poppa og komin er góð lykt. Gætið þess að brenna ekki. Bætið þá lauk og hvítlauk út í og steikið í 5-8 mínútur eða þar til laukurinn er mjúkur. Bætið þá nípu, graskeri og sætum kartöflum út í pottinn og blandið olíunni og kryddinu vel saman við. Stráið papriku, kóríanderdufti, salti og pipar út í og hrærið. Bætið við linsum, grjónum, tómötum og 1,7 lítrum af vatni í pottinn og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða þar til grænmeti hefur mýkst. Þegar linsurnar eru næstum tilbúnar er ferskum kóríander, engifer og sítrónusafa bætt út í.