3. Október 2024

Ítalskir dagar í Hagkaup

Dagana 3.-13. október ætlum við í Hagkaup að fagna ítölskum dögum. Líkt og síðustu ár höfum við verið með hina ýmsu sérdaga og að þessu sinni er komið að því að heiðra ítalskar vörur.

Pasta, pizzur, skinkur, ostar, olíur, sósur og eftirréttir eru á meðal þeirra frábæru vöruliða sem verða í sviðsljósinu á þessum skemmtilegu dögum. Til þess að gefa ykkur smá innblástur í ítölsku eldamennskuna ætlum við að deila með ykkur skemmtilegri pasta uppskrift sem hún Eva Laufey setti saman á virkilega girnilegan en einfaldan máta.

Uppskrift:
200 g Tagliatelle
Ólífuolía
Salt og pipar
1 krukka pastasósa með basilíku frá merkinu Ítalía ca. 300 g
1/2 kjúklingateningur
2 lúkur spínat
14 kirsuberjatómatar
Basilíka
Nýrifinn parmesan

Aðferð:
Forhitið ofninn í 180°C. Skerið kirsuberjatómata í tvennt, sáldrið góðri ólífuolíu yfir og kryddið til með salti og pipar. Bakið við 180°C í 10-15 mínútur eða þar til tómatarnir eru mjúkir í gegn.

Setjið pastasósuna í pott, kryddið með salti, pipar og hálfum kjúklingatening. Leyfið sósunni að malla svolítið við vægan hita. Sjóðið pasta í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Sigtið vatnið frá þegar pastað er tilbúið og setjið ofan í pastasósuna, saxið spínatið svolítið og bætið út í pottinn. Blandið öllu vel saman og berið strax fram með bökum tómötum, basilíku og nýrifnum parmesan.