Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

27. Nóvember 2024

Jóladagatöl fyrir þau sem elska snyrtivörur

Það er kominn sá tími ársins að við erum farin í það verkefni að velja okkur jóladagatal. Það er svo gaman að eiga skemmtilegt dagatal sem veitir manni smá gleði á köldum morgni í desember. Að opna einn lítinn pakka eða glugga á dag gefur dögunum svo sannarlega lit og styttir biðina til jóla. Fyrir okkur sem dýrkum og dáum snyrtivörur er enn þá skemmtilegra að geta talið niður til jóla með nýjum snyrtivörum á hverjum morgni!

Við erum með frábært úrval af snyrtivörudagatölum í verslunum okkar og hér á vefnum og mig langar til þess að segja ykkur aðeins frá fjórum þeirra til þess að gefa ykkur hugmyndir um hvað er í boði.

MAC Holiday Advent Calendar

MAC hafa ekki klikkað á dagatalinu síðustu ár og gera það sannarlega ekki í ár. Eitt glæsilegasta dagatal sem sést hefur. Gyllt pakka stæða þar sem gjafir hvers dags eru í skúffum. Dagatalið inniheldur vinsælustu vörur MAC sumar í fullri stærð og aðrar í prufustærð. 24 vörur í þessu fallega dagatali þar sem áherslan er lögð á förðunarvörur en þó gætu vel leynst húðumhirðu gullmolar inn á milli.

Shiseido Skincare Advent Calendar

Japanska húð- og snyrtivörumerkið Shiseodo slær ekki slöku við þetta árið og kemur á markað með gull fallegt dagatal. Dagatalið eins og nafnið gefur til kynna er í grunnin húðvörudagatal, enda Shiseido þekktir fyrir einstakar japanskar húðvörur fyrir alla aldurshópa. Dagatalið inniheldur 24 vörur og þar af eru 5 vörur í fullri stærð. Þó dagatalið sé meira og minna húðvörur þá er þar að finna nokkrar af mest seldu förðunarvörum merkisins. Þetta dagatal er svo sannarlega eitthvað fyrir þau sem elska gott húðdekur.

Essie Advent Calendar

Essie dagatölin hafa verið virkilega vinsæl síðustu ár og dagatalið í ár er mjög flott. Umbúðirnar eru eins og stórt og skreytt Essie naglalakk sem getur sómað sér vel sem jólaskraut á hillum heimilisins. Dagatalið inniheldur 24 naglavörur, stór og lítil naglalökk ásamt ýmsum öðrum vörum fyrir neglurnar og nagla umhirðuna. Þau sem nota naglalökk mikið gætu skemmt sér konunglega í desember við það að dekra við og lakka neglurnar í öllum regnbogans litum.

Kiehl‘s Open for Advent-ure aðventudagatal

Kiehl‘s húðvörur á hverjum degi til jóla? Það hljómar mjög vel! Dagatalið er óhefðbundið í sniðum að því leiti að það er einn stór kassi fullur af 24 minni öskjum sem innihalda vörurnar en er ekki raðað upp á sérstakan hátt. Litríkt og fallegt húðvöru dagatal þar sem er að finna vinsælustu vörur merkisins í bland við vörur sem eru leyndar perlur merkisins. Dagatalið hentar fyrir allan aldur, húðgerð og kyn og inniheldur vörur sem skilja húðina eftir rakafyllta og ljómandi inn í jólahátíðina.

Allt úrval snyrtivörudagatala á vefnum má finna með því að smella hér. Svo er líka um að gera að kíkja við til okkar í verslanir okkar og skoða þau og sjá hvað þau eru falleg. Við vorum að þið séuð jafn spennt fyrir því að telja niður til jóla og við.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir hönd Hagkaups