15. Desember 2023
Jólagjafir á frábæru verði
Nú er orðið ansi stutt til jóla og eflaust einhverjir sem eiga eftir að klára eina eða fleiri gjafir og við ætlum því að halda áfram að hjálpa ykkur með gjafahugmyndum. Að þessu sinni ætlum við að skoða gjafir sem kosta undir 5.000 kr.sem eru tilvaldar vinkonugjafir eða fyrir frænku en geta jafnvel hentað vel í skóinn hjá skvísunum.
Classic Mini Trio frá Essie
Naglalökk eru eitthvað sem mörg okkar grípa í þegar við viljum vera extra fín og það á svo sannarlega við í kringum hátíðarnar. Þessi litla sæta þrenna inniheldur þrjú mini naglalökk frá Essei en þar er um þrjá mjög vinsæla liti frá merkinu að ræða. Í settinu eru nefnilega Mani Thanks, Maki Me Happy og Ballet slippers. Einn fullkominn jólarauður, fallegur ljós litur og svo glimmer, það má lengi á sig glimmeri bæta! Tilvalin gjöf fyrir þau sem elska að vera með fínar neglur.
A Little Something Gift Box frá Gosh
Gjöf fyrir þau sem elska snyrtivörur, eða jafnvel þau sem mála sig sjaldan en vilja eiga það sem þarf fyrir smá grunn förðun. Catchy Eyes maskari og Soft‘n tinted Lip balm í litnum vintage rose kemur í þessari sætu öskju en þessar tvær vörur eru frábærar í grunn förðunina. Maskarinn er með sveigðum og góðum gúmmíbursta og greiðir augnhárin vel í sundur, lengir og þykkir. Glossinn gefur vörunum ekki bara fallegan lit og glans heldur gefur hann þeim líka góða næringu því hann virkar eins og varasalvi.
Cheek to Cheek sett frá Frank Body
Gjöfin fyrir þá sem elska að dekra sig aðeins. Tvenna sem getur svo sannarlega tekið kósý kvöldið á nýjar hæðir. Pakkinn inniheldur Frank Body Rosehip sykurskrúbb fyrir líkamann en meðal innihaldsefna í honum eru rósaolía og E-vítamín sem næra og græða húðina. Auk skrúbbsins inniheldur askjan Frank Body Glow mask sem gefur húðinni djúpan raka og aukinn ljóma. Fullkomið fyrir extra dekur á milli jóla og nýárs.
Makeup Headbands frá Brushworks
Sæt og mjúk hárbönd með slaufu til þess að halda hárinu frá andlitinu þegar verið er að þrífa það eða farða. Böndin eru úr bómull og hjálpa okkur að halda hárinu frá andlitinu og þannig þurru á meðan við þrífum andlitið. Það er líka snilld að nota það þegar verið er að farða sig því hver þekkir það ekki að hárið festist í farðanum eða flækist fyrir í ferlinu. Mjúkur og góður pakki.
Það er af nægu að taka og svo margt fallegt til í snyrtivörudeildunum okkar sem passar vel í jólapakkana. Gjafaöskjurnar má finna með því að smella hér.