11. Desember 2024

Jóla­legt humarsal­at og Ris á l´am­ande

Bjarki Þór Valdi­mars­son held­ur úti sam­fé­lags­miðlin­um Mat­ar­mönn­um þar sem ástríða hans skín í gegn í skemmti­leg­um upp­skrift­ar­mynd­bönd­um. Hér matreiðir hann jólalegt humarsalat sem er dásamlega létt og ferskt yfir jólahátíðina.

Jóla­legt humarsal­at
20 miðlungs­stór­ir humar­hal­ar
150 g smjör
Stein­selja
Sjáv­ar­salt
Veislu­sal­at­blanda
2 app­el­sín­ur
Græn vín­ber
1 granatepli
Pist­asíu­hnet­ur
Ca­m­em­bert
Tóm­at­ar
Olía
Hvít­lauks­duft

Aðferð:
Skerið app­el­sín­ur, vín­ber, granatepli, ca­m­em­bert og tóm­ata og hafið til­búið til hliðar. Velgið smjör, setjið í skál og skerið stein­selj­una smátt. Þeytið smjörið ásamt stein­selj­unni og bætið sjáv­ar­salti og hvít­lauks­dufti við eft­ir smekk, geymið smjörið til hliðar. Humar­inn skal skelfletta og garn­hreinsa.  Þerrið humar­inn með papp­ír og geymið í kæli. Hitið ofn­inn í 200°C.

Tóm­at­arn­ir fara í skál með smá ólífu­olíu, sjáv­ar­salti og hvít­lauks­dufti. Blandið vel sam­an. Setjið tóm­at­ana á ofn­plötu og leyfið að eld­ast í 12-15 mín­út­ur, takið út og geymið til hliðar. Á háum hita setjið þið væna klípu af þeytta smjör­inu á pönnu, leyfið henni að hitna í ró­leg­heit­un­um. Steikið humar­inn í um mín­útu á hvorri hlið og setjið til hliðar. Blandið nú öllu sal­at­inu sam­an og reiðið fram meðan humar­inn er enn volg­ur. 

Dress­ing
½ bolli ólífu­olía
Safi úr ½ app­el­sínu
1 msk. hun­ang

Ris á l´am­ande fyr­ir 6-8
1 bolli rís á l´am­ande-grjón
1¼ bolli vatn
2 msk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur
Sjáv­ar­salt eft­ir smekk
1 msk. syk­ur
2 msk. vanillu­syk­ur
4 boll­ar nýmjólk
100 g hýðis­laus­ar möndl­ur

Aðferð:
Blandið sam­an í pott grjón­um, vatni, sítr­ónu­berki, sykri, ögn af sjáv­ar­salti og vanillu­sykri og hrærið sam­an. Pott­ur­inn er stillt­ur á hæstu still­ingu og beðið eft­ir suðu. Leyfið að sjóða í þrjár mín­út­ur þar til mjólk­inni er bætt sam­an við. Leyfið öllu að byrja að sjóða aft­ur og lækkið þá niður í pott­in­um og látið krauma létt. Setjið klukku á 35 mín­út­ur og hrærið mjög reglu­lega í pott­in­um. Þegar 15 mín­út­ur eru eft­ir þarf að standa við pott­inn og hræra mjög reglu­lega. Skerið möndl­urn­ar smátt og blandið sam­an við graut­inn. Nú fer graut­ur­inn inn í ís­skáp í sex klukku­stund­ir eða yfir nótt helst. 

Rjóma­bland­an
2 boll­ar rjómi
¼ bolli syk­ur
2 msk. vanillu­syk­ur
1-2 msk. vanillu-paste (ekki vanillu­drop­ar)

Aðferð:
Takið graut­inn úr kæli 4-6 klst. áður en byrjað er að und­ir­búa rjóma­blönd­una. Þeytið rjómann. Þegar hann er far­inn að þykkna skal bæta sykri, vanillu­sykri og vanillupa­ste sam­an við. Hrærið nú aðeins í grautn­um ykk­ar til þess að lífga hann hægt og ró­lega við eft­ir ís­skáps­dvöl­ina. Blandið rjóma­blönd­unni var­lega sam­an við þar til graut­ur­inn fær á sig fal­lega áferð án nokk­urra köggla. Berið fram með heitri kirsu­berjasósu, kanil­stöng og myntu­laufi til skreyt­ing­ar. 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.