21. Nóvember 2024

Taktu þátt í skemmti­leg­um jóla­leik 2024

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Skráningu lýkur 12. desember og veglegir vinningar í boði.

Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti, kryddjurtir og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega framsettur veislubakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem þér dettur í hug.

Reglur:
Nota má hvaða grænmeti, kryddjurtir, ávexti og ber sem er. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.

Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:

  • 1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.
  • 2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.
  • 3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.

Það verða einnig veitt aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.

Skráðu þig til leiks á jol@krabb.is fyrir miðnætti fimmtudaginn 12. desember.

Skilaðu inn þínu framlagi við Hagkaup í Smáralind þann 14. desember, milli kl. 12:30 og 13:00, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða kynnt þar kl. 14:00 sama dag.