20. Nóvember 2023
Kalkúnaskip með öllu tilheyrandi
Kalkúnn er lykill að þakkargjörðarmáltíðinni og meðlætið skiptir einnig miklu máli. Í Hagkaup getur þú keypt heilan kalkún, gómsæt kalkúnaskip og bringur fyrir þakkargjörðina.
Við í Hagkaup elskum svo sannarlega tilefni til þess að elda góðan mat, bjóða fólki heim og eiga ljúfar stundir saman. Hér er uppskrift að smjörsprautuðu kalkúnaskipi sem hefur verið afar vinsælt undanfarin ár í Hagkaup og að sjálfsögðu uppskriftir að meðlæti sem gengur fullkomnlega með kalkúnakjöti.
Njótið vel.
Smjörsprautað kalkúnaskip
- 1 stk. smjörsprautað kalkúnaskip Hagkaups
- olía
- smjör
- salt
- Bezt á kalkúninn-krydd
Aðferð:
- Kalkúnaskipið tekið úr pakkningunum og þerrað.
- Sett í ofnskúffu og kryddað með salti. Þá er það bakað á 180°C í um það bil 45 mínútur á hvert kg.
Dijon- og salvíukalkúnasósa
- 100 g gulrætur
- 1 stór laukur
- 3 hvítlauksgeirar
- 1 msk. piparkorn
- 3 greinar rósmarín
- 30 g salvía
- 350 ml hvítvín
- 500 ml rjómi
- 2 msk. grófkorna dijonsinnep
- 1-2 msk. kalkúnakraftur
Aðferð:
- Gulrætur, laukur og hvítlaukur skorin gróft og steikt í potti á meðalhita með piparkornum og rósmaríngreinum.
- Þegar laukurinn er orðinn glær er salvíu og hvítvíni bætt út í og látið sjóða niður um rúmlega helming.
- Þá er rjóma hellt saman við og soðið aftur niður þar til sósan fer að þykkna aðeins, þá er hún sigtuð. Eftir það er sinnepi og krafti bætt út í.
- Sósan er svo smökkuð til og þá hægt að bæta út í meiri krafti eða sinnepi ef fólk vill.
Gljáðar gulrætur og rauðlaukur
- 6 msk. púðursykur
- 150 ml appelsínusafi
- 3 litlir rauðlaukar
- 500 g gulrætur
- 750 ml grænmetissoð (vatn og 2 grænmetisteningar)
Aðferð:
- Gulrætur flysjaðar og skornar í tvennt til fernt á lengdina. Rauðlaukurinn skorinn í fernt.
- Grænmetið er soðið í grænmetissoðinu, gulræturnar í um það bil sex mínútur og laukurinn þrjár mínútur.
- Á meðan er appelsínusafa og púðursykri blandað saman og hrært.
- Grænmetið sigtað frá soðinu og sett á plötu, þá er púðursykursblöndunni hellt yfir og grænmetið bakað í ofni á 200°C í 15 mínútur, velt vel upp úr púðursykursblöndunni 1-2 sinnum á bökunartímanum.
Kremaður maís með spínati
· 500 g frosin maískorn–affryst
· 250 g spínat
· 80 g smjör
· 40 g hveiti
· 250 ml rjómi
· Salt
· Hvítlaukspipar
· Olía
Aðferð:
1. Maískornin steikt á pönnu upp úr smá olíu í u.þ.b. 3 mínútur, þá er spínatinu bætt út á pönnuna og kryddað með salti og hvítlaukspipar.
2. Í öðrum potti er smjörið brætt við meðalhita og síðan hveiti bætt út í hrært vel.
3. Þá er rjómanum bætt út í smá saman þar til blandan þykknar vel, passa þarf að hræra mjög reglulega þar sem þetta brennur mjög auðveldlega við.
4. Síðast er maís og spínati hrært saman við sósuna og borið fram heitt.
Sætar fetaostskartöflur
· 600 g sætar kartöflur
· 1 krukka salatostur
· 3 greinar rósmarín
· salt
Aðferð:
1. Sætu kartöflurnar flysjaðar og skornar í jafna bita og settar í eldfast mót.
2. Um það bil helmingnum af olíunni af ostinum hellt yfir kartöflurnar, þær saltaðar og rósmaríngreinarnar settar með.
3. Bakað á 200°C í um það bil 30 mínútur, þá er ostinum bætt við, hrært í kartöflunum og bakað í 10 mínútur í viðbót.
4. Rósmaríngreinarnar eru síðan teknar upp úr fatinu áður en kartöflurnar eru bornar fram.
5. Bökunartíminn getur verið misjafn eftir því hve stórir bitarnir eru.
Rósakál með brúnuðu smjöri og gúmmelaði
· 500 g rósakál
· 2 litlir rauðlaukar
· Olía
· Salt og pipar
· 80 g smjör
· 40 g möndluflögur
· 40 g trönuber sítrónusafi
Aðferð:
1. Botninn skorinn af rósakálinu og það síðan skorið í helminga, laukurinn skorinn í lauf.
2. Rósakáli og rauðlauk blandað saman með olíunni og salti og pipar.
3. Síðan bakað í ofni á 200°C í um það bil 20 mínútur.
4. Meðan rósakálið er í ofninum er smjörið sett í pott og brætt á miðlungshita þar til það fer að freyða, þá er möndluflögunum bætt út í og hrært vel í um það bil þrjár mínútur þar til möndlur og smjör eru orðin gullinbrún.
5. Þá er trönuberjunum bætt út í smjörblönduna.
6. Þegar rósakálið er tilbúið er smjörblöndunni hellt yfir og blandað vel saman, smakkað til með sítrónusafa og salti.