16. Desember 2024
Krónhjartarlund í hátíðarmatinn
Fyrir þá sem hafa áhuga á villibráð er tilvalið að elda krónhjartarlund yfir hátíðirnar en Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður segir okkur hér hvernig elda má þetta ljúffenga hráefni á einfaldan og fljótlegan hátt.
Mælt er með 180-200 g af lund á mann.
Hitið ofninn í 180°C. Steikið eða grillið allar hliðar. Eldið í ofni upp í 48°C kjarnhita og leyfið að hvíla upp í 56°C kjarnhita.
Mysingskartöflur
1 kg forsoðnar kartöflur
250 g mysingur
250 g púðursykur
Setjið mysing og púðursykur í pott. Hrærið vel í þar til púðursykurinn er leystur upp. Bætið svo kartöflum út í pottinn og hitið upp, leyfið karamellunni að hjúpast við kartöflurnar.
Kremað gúrkusalat
3 stk. gúrkur
1 stk. rauðlaukur
1 dós 36% sýrður rjómi
Sítrónubörkur
1 búnt dill
Skerið gúrkuna í sneiðar. Skerið rauðlaukinn í strimla. Saxið dillið smátt. Blandið saman dilli og sýrðum rjóma, rífið sítrónubörk yfir og blandið því við gúrkuna og rauðlaukinn.