12. Desember 2024

Kúrbíts- og heslihnetusteik

Margir heimsækja veitingastaðinn Garðinn yfir hátíðirnar þar sem lífrænn matur er borinn fram í fallegu umhverfi. Allt starfsfólk Garðsins hefur lært að hugleiða hjá hugleiðslukennaranum Sri Chinmoy og leitast það við að skapa friðsælt andrúmsloft til að borða í. Að rækta garðinn heima og að njóta á jólunum er í anda Guðnýjar sem kann að búa til veislu úr fallegum og góðum vegan mat. Hér deilir Guðný Jónsdóttir, einn af eigendum staðarins, með lesendum ljúffengum uppskriftum fyrir grænkera á jólunum.

Kúrbíts- og heslihnetusteik
1 meðalstór laukur, fínt skorinn
3-4 msk. olía
100 g hakkaðar heslihnetur
550 g kúrbítur í litlum bitum
½ msk. sesamfræ
½ msk. kummínfræ (broddkúmen)
½ tsk. túrmerik
1 tsk. rifin engiferrót
75 g meðalgróft haframjöl eða tröllahafrar
75 g meðalgróft möndlumjöl
¼ bolli kókosrjómi
⅛-¼ tsk. cayenne-pipar
Salt
Pipar
150 g niðursoðnir tómatar, maukaðir

Hitið 2 msk. af olíu á stórri pönnu og steikið laukinn við meðalhita í 3-4 mínútur. Bætið heslihnetunum og kúrbítnum við og steikið áfram í um 10 mínútur eða þar til hneturnar hafa tekið lit og kúrbíturinn hefur mýkst. Það gæti þurft að bæta aðeins við olíu á pönnuna því að hneturnar sjúga í sig olíu. Hitið ofninn í 180°C. Hitið 2 tsk. af olíu á lítilli pönnu. Blandið sesamfræjum, kummínfræjum, túrmeriki og engiferrót saman og steikið á meðalhita í 2-3 mínútur eða þar til tekur lit. Setjið heslihneturnar og kúrbítinn ásamt kryddinu, haframjölinu, möndlumjölinu, kókosrjómanum og cayenne-piparnum í stóra skál og blandið vel saman. Bætið við 1-1½ tsk. af salti og ½ tsk. pipar og hrærið hökkuðu tómötunum saman við. Smyrjið brauðform og þrýstið blöndunni ofan í. Bakið í 35-40 mínútur eða þar til steikin hefur brúnast. Mjög gott að nota silíkonform því að þá er auðvelt að hvolfa steikinni á fat.

Kartöflubátar
500 g kartöflur
½ tsk. salt
Olía

Hitið ofninn í 200°C. Skrúbbið kartöflur en hafið hýðið á. Skerið í tvennt eða fernt eftir stærð og blandið olíunni saman við. Bakið í 15 mínútur og saltið.

Sveppasósa
2 msk. vegansmjör
200 g sveppir, skornir
150 ml vatn + jurtakraftur
250 ml kókosrjómi
1 msk. tamari-sojasósa
Nýmalaður svartur pipar

Steikið sveppina í smjörinu og malið vel af pipar yfir. Bætið rjómanum og soðinu saman við og látið malla þar til þykknar. Bætið sojasósunni út í.

Rauðróf­u­sal­at
300 g rauðróf­ur
200 g gul­ræt­ur
100 g hvít­kál
Olía
Sítr­ónusafi
Salt
Pip­ar

Rífið rauðróf­ur og gul­ræt­ur í mat­vinnslu­vél. Skerið hvít­kálið mjög þunnt og blandið sam­an í skál. Blandið sam­an við þetta olíu, sítr­ónusafa, salti og pip­ar.