24. Mars 2025
Lasagne kaka
Lasagne er klassískur réttur sem allir elska. Helga Magga poppaði þennan rétt upp með því að nota pasta í staðinn fyrir lasagne plötur og skemmtilegt að nota pasta eins og rigatone pastað frá Filotea sem er öðruvísi í laginu en það sem hún er vön að nota.
Með því að bæta kotasælu við þennan rétt er hann mun próteinríkari en með hvítu sósunni sem sumir nota á milli, mæli með því að þú prófir.
500 g nautahakk
500 g Rigatoni pasta frá Filotea
280 g Sicilian Ragout frá Filotea
280 g Basil Sauce frá Filotea
500 g kotasæla
100 - 150 g rifinn ostur
100 g laukur (einn laukur)
2-3 hvítlauksrif
1 matskeið olía
1 tsk kjötkraftur
Salt, pipar, hvítlaukskrydd, chilli krydd, oregano, timían um 1 tsk af hverju kryddi.
Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni, bætið hakkinu á pönnuna og steikið það og kryddið. Þegar hakkið er gegnumsteikt er pastasósunni bætt útá. Bætið kjötkraftinum út á pönnuna ásamt kotasælunni. Pastað soðið eftir leiðbeiningum í um 12 mínútur. Þegar pastað er soðið er því raðað uppréttu í hringlaga form með bökunarpappír undir. Kjötsósunni er svo hellt yfir pastað, við það fer sósan bæði ofan í pastað og ofan á það. Osturinn settur yfir og svo er þetta hitað við 180 gráður í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.