26. Mars 2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

Íþrótt­anammi und­ir merkj­um Lata­bæj­ar er vænt­an­legt í búðir í lok apríl og verður selt í öll­um versl­un­um Bón­us og Hag­kaups. „Við ákváðum að bregðast strax við þegar við heyrðum að Land­lækn­ir kallaði eft­ir því fyr­ir skömmu, að græn­meti og ávext­ir yrðu stærra hlut­fall í mataræði barna.

Alma Möller, heil­brigðisráðherra, var á sömu nót­um og talaði um að stefna ætti að því að gera holla val­kost­inn að auðveld­asta kost­in­um,“ seg­ir Pét­ur Sig­urðsson, aðstoðarmaður fram­kvæmda­stjórn­ar Bón­us og verk­efna­stjóri verk­efn­is, sem unnið er að í sam­starfi við Hag­kaup, Ban­ana og Lata­bæ. „Við fund­um lausn sem ger­ir græn­meti og ávexti að spenn­andi og auðveld­um kosti eins og heil­brigðisráðherra kallaði eft­ir. Við ætl­um að fram­leiða nýja vöru­línu und­ir merkj­um Lata­bæj­ar,“ seg­ir Magnús Scheving, eig­andi Lata­bæj­ar. Þess má geta að Lati­bær á 30 ára af­mæli í ár.

Lati­bær fór í sam­bæri­legt átak fyr­ir 30 árum

„Það vant­ar vör­ur sem stuðla að heil­brigðu mataræði barna. Lati­bær fór í sam­bæri­legt átak fyr­ir 30 árum sem skilaði sér í 22% aukn­ingu í græn­met­is- og ávaxta­neyslu barna. Við trú­um því að með því að bjóða upp á holl­ar mat­vör­ur á áhuga­verðan og skemmti­leg­an hátt velji börn græn­meti og ávexti oft­ar,“ seg­ir Magnús. 

Pét­ur Smári Sig­ur­geirs­son, sölu­stjóri Ban­ana seg­ir að þau hafi viljað bregðast hratt við: „Við vild­um bregðast hratt við og bjóða barna­fjöl­skyld­um upp á holl­ar vör­ur á skemmti­leg­an hátt,“ seg­ir hann. „Ábyrgðin á mat­væla­fram­leiðend­um og smá­söl­um á vöru­úr­vali versl­ana er mik­il og við skor­umst ekki und­an því,“ seg­ir Pét­ur Smári.

Íþrótt­anammi frá Lata­bæ

Niðurstaða sam­vinn­unn­ar varð sú að fram­leiða íþrótt­anammi und­ir merkj­um Lata­bæj­ar. Vör­urn­ar verða fram­leidd­ar af Bön­un­um og seld­ar í versl­un­um Hag­kaups og Bón­us. „Græn­meti, ávext­ir, mjólk­ur­vör­ur og fleiri teg­und­ir mat­væla verða í sér­merkt­um umbúðum og hugað er sér­stak­lega að því að gera íþrótt­anammið að meira spenn­andi kosti en sæl­gæti og aðra óholl­ustu. Umbúðirn­ar eru hand­hæg­ar og inni­halda skammta sem henta börn­um vel,“ segja þau. 

Eva Lauf­ey Kjaran, markaðsstjóri Hag­kaups seg­ir vör­urn­ar falli vel að stefnu Hag­kaups: „Hag­kaup hef­ur lagt mikla áherslu á að bjóða upp á heilsu­sam­lega kosti fyr­ir viðskipta­vini sína og boðið upp á mjög gott úr­val af holl­um og fersk­um mat­væl­um. Sala á sér­merktri holl­ustu­vöru fyr­ir börn und­ir merkj­um Lata­bæj­ar er kær­kom­in viðbót,“ seg­ir Eva Lauf­ey.

Vilja hvetja fjöl­skyld­ur til að hreyfa sig meira

„Við ætl­um ekki að láta staðar numið hér. Við vilj­um hvetja fjöl­skyld­ur til að hreyfa sig um leið og þau velja holl­an mat. Með því að búa til viðburði sem höfða til barna­fjöl­skyldna von­umst við til að auka áhuga barna á hreyf­ingu og um leið gera for­eldr­um auðveld­ara með að hvetja þau til dáða,“ seg­ir Pét­ur Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Bón­us og verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins.

Til stend­ur að halda heilsu­viðburði til að efla hreyf­ingu barna­fjöl­skyldna. Viðburðirn­ir henta allri fjöl­skyld­unni og hvetja fjöl­skyld­ur til að taka þátt en um leið stuðla að hreyf­ingu og hollu mataræði. Íþrótt­anammið er vænt­an­legt í búðir í lok apríl og verður selt í öll­um versl­un­um Bón­us og Hag­kaups.