20. Mars 2025

Afsláttur af leikföngum á Leikandi laugardegi í Smáralind

Laugardaginn 22. mars verður Leikandi laugardagur í Smáralind með ýmsum barna- og fjölskylduvænum uppákomum.

Það verður fullt hús af fjöri og margt skemmtilegt í boði sem höfðar til barna í Smáralind á laugardaginn, það verður meðal annars hægt að fá andlitsmálningu, sjá ýmis skemmtiatriði og veitingar.

Í Hagkaup í Smáralind verður 20% afsláttur af öllum leikföngum, púslum og spilum þennan dag (ekki af Build-A-Bear).

 Því er tilvalið að koma og gera sér glaðan dag með börnunum. Hlökkum til að sjá ykkur!