9. Ágúst 2024

Litagleði í förðunina

Hinsegin dagar standa nú yfir í Reykjavík og borgin því skínandi litrík með extra glimmeri þessa dagana sem gerir hana einstaklega fallega. Á laugardaginn nær hátíðin hápunkti með gleðigöngunni og tilheyrandi skemmtun og gleði. Við hvetjum öll til þess að bæta smá lit í lífið um helgina og förðun er til dæmis frábær leið til þess að sýna lit um helgina og í Hagkaup eru allskonar snyrtivörur sem hægt er að grípa í til þess að bæta við lit með einföldum hætti.

NYX Professional Makeup
Ultimate Shadow Palette – I know That‘s Bright

16 augnskuggapaletta með fallegum og skærum litum. Augnskuggarnir eru bæði mattir og með glimmeri en eiga það allir sameiginlegt að vera litsterkir, skærir og fallegir. Með þessari pallettu er svo sannarlega hægt að taka regnboga förðunina á nýjar hæðir.

GOSH Copenhagen
Boombastic Crazy Mascara

Litríkir og fallegir maskarar eru einföld lausn til þess að bæta smá lit í förðunina. Maskararnir koma í grænum, bláum, fjólubláum og brúnum litum og eru virkilega fallegir. Maskararnir gefa ekki bara fallegan lit heldur lengja þeir og þykkja augnhárin og gera þau svo falleg.

MAC
Colour Excess Gel Pencil

Vatnsheldir og fallegir gel augnblýantar sem koma í allskonar fallegum litum. Hægt að nota þá til þess að ramma augun inn með fallegum lit eða til þess að gera fallega grafíska augnförðun í lit. Einstaklega mjúkir og litsterkir blýantar sem endast vel á augunum.


Glitter Me Up
Face Jewels Iridescent Mermaid

Er eitthvað skemmtilegra í förðun en að bæta smá steinum og glimmeri við? Þessar andlitsskreytingar eru tilbúnar í heilu lagi með lími og hægt að smella þeim á andlitið eins og þær eru en svo má líka klippa þær niður og nota steinana staka og búa til sitt eigið mynstur.

Eyelure
Queen of Hearts Pride

Einstaklega falleg og skemmtileg augnhár með krúttlegum hjörtum á endunum í allskonar litum. Þessi augnhár eru frábært dæmi um einfalda leið fyrir „pop of color“ í förðuninni. Augnhárin eru líka lengri við ytri augnkrók sem gerir augun einstaklega seiðandi og falleg.

Þessar vörur hér að ofan eru vissulega bara brot af þeim litríku vörum sem má finna í snyrtivöru deildum Hagkaups en vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir fyrir helgina.
Allar snyrtivörur má skoða með því að smella hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.