Vefverslunarpantanir fyrir jól

Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

4. Desember 2024

Hagkaup safnar fyrir Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd eru samtök sem styðja við einstæða foreldra, öryrkja, eldri borgara og fjölskyldur með matar- og fataúthlutanir auk ýmissa styrkja sem veita efnalitlu fólki á Íslandi nauðsynlega aðstoð og úrræði. Starfsemi þeirra er virkilega mikilvæg allt árið, en ekki síst um jólin.

Jólin eru hátíð barnanna og öll viljum við skapa minningar um gleðirík æskujól og notalegar stundir á þessum árstíma, það er ljóst að aukning hefur verið á umsóknum fyrir þessi jól og þörfin er því mikil.  Hagkaup hefur með stolti styrkt Mæðrastyrksnefnd í mörg ár og ætlar að styrkja átakið með því að bjóða viðskiptavinum að leggja söfnuninni lið í verslunum Hagkaups. Verður viðskiptavinum boðið að bæta 500 krónum við innkaup sín sem renna til söfnunarinnar og mun Hagkaup bæta við þá upphæð.

,,Enn eitt árið erum við stolt að tilkynna árlega söfun fyrir Mæðrastyrksnefnd og matargjafir á Akureyri. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að bæta 500 krónum við innkaupin sem renna óskert til þessara aðila, við þessa upphæð komum við svo með myndarlegt framlag. Með þessu móti höfum við getað skilað öflugum styrk til félaganna í upphafi aðventunnar. Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir gríðarlega sterk viðbrögð við þessu kalli og reiknum með sama kraftinum í ár eins og síðustu ár. Átakið stendur yfir í viku frá 3.-10. desember. Ég vil nýta tækifærið og þakka okkar viðskiptavinum fyrir sitt framlag” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups um söfnunina.