31. Október 2023

Miðnæturopnun í Kringlunni

Miðvikudaginn 1. nóvember er miðnæturopnun í Hagkaup í Kringlunni. Þann dag verður Risa tax free* af snyrtivörum, leikföngum, heimilisvörum, garni, fatnaði og skóm. Það er því tilvalið að kíkja  við og byrja að kíkja á jólagjafir.

Það verður líf og fjör í Hagkaup í Kringlunni þetta kvöld en við ætlum meðal annars að kynna til leiks glænýjar vörur frá vörumerkinu Mijita. Mijita er kólumbískt matvöru vörumerki sem stofnað var að kólumbísku fyrirsætunni og frumkvöðlinum Mariu Himenez Pacifico sem flutti til íslands 13 ára gömul. Maria mun vera á svæðinu á miðvikudaginn og kynna þessa virkilega spennandi nýjung á Íslenskum matarmarkaði en hún segir vörurnar vera sannkallað bragðlaukaferðalag til Kólumbíu.

Vörulína hennar inniheldur kólumbískar maísflatbökur sem kallast Arepa, hægelduðu svínakjöti og grilluðu suðrænu grænmetissalati, en salatið hefur Maria boðið uppá í matarvagni sínum og það var valið besti vegan götubiti Íslands í sumar.

 

Í snyrtivörudeildinni okkar verða kynningar frá hinum ýmsu vörumerkjum og kaupaukar fylgja með kaupum hjá þó nokkrum merkjum. Jólagjafaöskjurnar eru líka mættar svo það er um að gera að nýta sér tax free* og gera frábær kaup á jólagjöfum.

Kíktu við í Hagkaup Kringlunni á miðnæturopnun og gerðu vel við þig og þína.

 

*tax free jafngildi 19,36% afslætti.