2. Október 2024
Miðnæturopnun í Smáralind
Bleikur október byrjar með trompi hjá okkur í Hagkaup Smáralind en þann 2. október er opið til miðnættis. Á þessari bleiku miðnæturopnun verður 20% afsláttur* af öllum snyrtivörum, leikföngum, fatnaði, skóm, raftækjum og búsáhöldum.
Það verður líka nóg um að vera í verslun okkar í Smáralind þennan dag og kvöld.
Boðið verður upp á kynningu og smakk af veitingum frá veisluþjónustu Hagkaups, Veisluréttum frá kl. 20:00 til 22:00. Veisluréttir hafa notið mikilla vinsælda frá opnun og fór sumarið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum virkilega spennt fyrir því að kynna ykkur betur fyrir þessari frábæru þjónustu sem við bjóðum uppá.
Í snyrtivörudeildinni okkar verður margt að skoða og prófa en Sara Björk Þorsteinsdóttir sérfræðingur frá Guerlain býður upp á örförðun á kynningarsvæðinu í Hagkaup á Miðnæturopnun Smáralindar. Sara er förðunarfræðingur með áratuga reynslu og hefur unnið með Guerlain síðastliðin 4 ár. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf í húðumhirðu og vali á snyrtivörum milli kl. 18:00-21:00. Guerlain verður á 25% afslætti til miðnættis.
Fulltrúar Lee Stafford verða á svæðinu með lukkuhjólið sitt en þar gefst viðskiptavinum kostur á að snúa hjólinu og mögulega ganga út með veglega vinninga frá þessu flotta hárvörumerki. Fulltrúar Lee Stafford verða í Hagkaup Smáralind frá kl. 18:30-21:00.
Hin gríðarvinsæla varalitaáletrun YSL verður í boði frá kl.16:00-19:00. Síðustu ár hefur þessi þjónusta YSL fengið mikla aðsókn og oft færri komist að en hafa viljað. Við erum því einkar ánægð með að geta boðið viðskiptavinum þessa þjónustu á miðnætur opnun Smáralindar.
Förðunarfræðingar L'oréal bjóða uppá létta förðun og förðunarráðgjöf ásamt því að kynna glænýjan hyljara frá merkinu sem hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum en um er að ræða True Match Radiant Serum concealer sem verður einmitt ný kominn í sölu í verslunum.
Á svæði NYX professional Makeup verður svo nýja Beetlejuice línan frá merkinu komin upp og á 20% afslætti. Beetlejuice er verður á svæðinu frá kl. 19:00-22:00.
Hlökkum til að taka á móti ykkur á miðnæturopnun í Smáralind 2. október.