Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

30. Október 2024

Nýir og spennandi ilmir fyrir veturinn

Það getur verið skemmtilegt að breyta til í ilmvatns hillunni fyrir veturinn og það er svo sannarlega mikið úrval af frábærum ilmum í snyrtivörudeildunum okkar. Margar nýjungar og svo má ekki gleyma ilmum sem koma í nýjum fallegum glösum í takmörkuðu upplagi fyrir jólin. Við ætlum að fara yfir fjóra mjög ólíka, en spennandi ilmi fyrir veturinn.

Fyrst á dagskrá er glæ nýtt vörumerki hjá okkur Kylie Cosmetics en við hófum nýlega sölu á Cosmic EDP frá því vörumerki. Ilmurinn er virkilega hlýr en sætur á sama tíma og er uppfullur af dásamlegum nótum. Toppnóturnar eru sæt og fersk blanda af jasmín og blóð appelsínu, hjartað er fyllt amber og rauð bóndarós á meðan grunnnóturnar eru vanilla, musk og sedrusviður. Ilmurinn passar vel sem dagsdaglegur ilmur en líka sem kvöldilmur. Mjög spennandi viðbót við frábært ilm úrval okkar.

Nýjasta viðbótin frá Tom Ford er næst. Eau d‘Ombre Leather er ilmur sem er ríkur af amber, vanillu, leðri og kryddum. Þokkafullur og góður ilmur með fjölbreyttum nótum. Toppnóturnar eru kardimommur, engifer og kóríander, hjartað vanilla og leður á meðan grunnnóturnar eru Ambrofix. Virkilega spennandi nýjung frá þessu flotta lúxus vörumerki. Tom Ford ilmirnir eru seldir í Hagkaup Smáralind, Kringlunni og hér á Hagkaup.is.

Nú snúum við okkur að klassískum ilmi sem kemur í safnútgáfu glasi í mjög takmörkuðu upplagi. Good Girl Sparkling Ice frá Carolina Herrera en hér er um að ræða hátíðar útgáfu af hinum klassíska Good girl. Toppnóturnar í þessum fallega ilm eru kaffi, bergamót og sítróna, hjartað rósahnúðar, jasmín, appelsínu blím og rósir á meðan grunnóturnar eru tonka baunir, súkkulaði, vanlla, musk og amber. Þó að ilmurinn sé klassískur þá er glasið einstakt. Fallega hvítur og gylltur skór með glitrandi gylltum og silfurlituðum snjókornum. Algjör glimmer veisla sem passar vel sem skraut á hvaða ilmvatnshillu sem er.

Síðastur en sannarlega ekki sístur er svo Boss Bottled Absolu parfum intense. Djarfur, ákafur en fágaður ilmur sem fólk man eftir. Toppnótur ilmsins eru leður og reykelsi, hjartanu er patchoil kjarni og myrru alger á meðan grunn nóurnar eru sedrusvður og ávaxtaríkur davana kjarni.  Virkilega skemmtilegur ilmur sem er vert að prófa.

Úrvalið af ilmum hefur líklega aldrei verið betra en það er núna í verslunum okkar. Það er tilvalið að kíkja í snyrtivörudeildirnar okkar að prófa og skoða ilmi fyrir veturinn.

Alla ilmi má skoða með því að smella hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup