31. Mars 2025

Nýjasti ilmurinn frá Carolina Herrera er mættur í Hagkaup

Dagana 27. mars-2. apríl verða allir ilmir frá Carolina Herrera á 20% afslætti hjá okkur í Hagkaup. Tilefnið er útgáfa á nýjasta ilm merkisins Very Good Girl Elixir.

Þessi nýji ilmur er áhrifarík og munaðarfull túlkun á hinum upprunalega Very Good Girl. Ilmurinn er djörf viðbót við Good Girl ilm línuna og kemur í einstaklega fallegri rauðsvartri flösku sem eins og aðrar Good Girl ilmflöskur er eins og hælaskór í laginu.

Ilmurinn afhjúpar hina marþættu náttúru nútíma kveleika með kraftmiklu amber ásamt ávaxta- og blóma blöndu. Nóturnar í þessum ilmi eru svört kirsuber, möndlur, rós, vanilla og kakó. Algjörlega stórkostlegur ilmur sem ætti sannarlega að hitta í mark hjá aðdáendum Carolina Herrera ilmanna.