25. September 2023

Nýtt frá Helena Rubinstein

Nú stendur yfir Helena Rubinstein kynningarvika en til og með 27. september eru allar vörur frá vörumerkinu á 20% afslætti. Helena Rubinstein framleiðir hágæða húðvörur en er einnig þekkt fyrir frábæra maskara. Að þessu sinni er ný komið í verslanir glænýtt andlits serum frá merkinu sem við ætlum að segja ykkur örlítið frá.

PowerCell Skinmunity Youth Reinforcing Serum

Um er að ræða endurbætta formúlu af vinsælasta serumi Helena Rubinstein sem er ætlað að stuðla að frumuendurnýjun í húðinni og styrkja varnarkerfi hennar svo hún standi betur gegn áreiti úr umhverfinu. Formúlan inniheldur hæsta hlutfall stranstjaka jurtastofnfruma en þær styrkja húðina og verja hana fyrir umhverfisáhrifum. Serumið stuðlar að bættum gæðum húðarinnar, gefur henni fallegan ljóma og þéttir hana. Formúlan er fersk og létt og smýgur hratt og örugglega inn í húðina.
Best er að nota formúluna kvölds og morgna áður en dag- eða næturkrem er borið á.

Serumið er komið í verslanir okkar og er væntanlegt hingað á vefinn. Það er um að gera að kíkja við og skoða þessa frábæru nýjung við PowerCell línu Helena Rubinstein. Vörur frá merkinu má finna hér.