takk fyrir þolinmæðina

Vegna álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana

29. Júlí 2024

Polo tríóið frá Ralph Lauren

Dagana 25. júlí-7. ágúst verða allar vörur frá Ralph Lauren á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á Hagkaup.is. Kaupauki* fylgir einnig með kaupum ef keyptar eru vörur frá merkinu fyrir 12.000kr eða meira en kaupaukinn er virkilega falleg Ralph Lauren taska. Í tilefni Ralph Lauren daga ætlum við að kynna ykkur örlítið betur fyrir Ralph Lauren Polo tríóinu góða.

Polo Blue Eau de Toilette
Einstaklega ferskur og góður ilmur með tónum af safaríkri melónu, salvíu, basil og verbena. Aðrar nótur í þessum skemmtilega ilm eru t.d. rúsínur og viðarnótur patchouli. Ilmurinn minnir helst á hafið. Hreinn, ferskur ilmur með ávöxtum sem hentar einkar vel til dagsdaglegrar notkunar.

Polo Red Eau de Toilette
Þessi ilmur er örlítið djarfari en Polo Blue en er á sama tíma ferskur og seiðandi. Topp nótur ilmsins eru rautt greipaldin, cedrat og sítróna á meðan hjartað er kryddað saffran með keim af lavandin og salvíu. Grunnurinn er svo djúpur rauðviður, amber og kaffi. Kraftmikill og spennandi ilmur með ferskum andblæ.

Polo 67 Eau de Toilette
Nýjasta viðbótin við Polo línuna er þessi bjarti og djarfi ilmur. Ilmurinn er með toppnótur af bergamót og ananas og hjartað í ilminum er blágresi og salvíu. Í bland við milda jarð- og viðartóna sem gera ilminn fágaðan og frábæran. Ilmur sem blandar saman á frábærann hátt hlýjum tónum við sítrus og ávexti.

Allir ilmir frá Ralph Lauren eru á 20% afslætti en þá má skoða hér. Sérfræðingar Ralph Lauren taka á móti ykkur í verslunum okkar og geta aðstoðað við valið á ilm.

 

*Gildir meðan birgðir endast.