Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

19. Nóvember 2024

Pumkin pie með karmellu pekanhnetusósu og rjóma

Emilía Heenen notaði Easy pumpkin pie mix sem fæst í Hagkaup til að búa til kökuna og er það mjög góð leið til að skella í fljótlegan og virkilega góðan eftirrétt. Uppskriftin fyrir kökuna stendur á dósinni en þar er mælt með að nota niðursoðna mjólk, en það má líka nota rjóma og smá sykur í staðinn. Fyrir pie skelina er hægt að kaupa frosið smjördeig í Hagkaup en ef þú vilt prófa að búa til þína eigin pie skel þá er þessi uppskrift mjög einföld og klikkar aldrei.

Pie botn (gefur þér tvo botna)
350 gr. hveiti
1 tsk salt
1 tsk sykur
230 gr mjög kalt smjör
1,25 dl ískalt vatn

Trixið fyrir gott pie deig er að hafa öll hráefnin köld og það á aðallega við um smjörið og vatnið. Hér er gott skref fyrir skref myndband þar sem sýnt er hvernig er best að meðhöndla deigið.

Öllum hráefnunum nema vatninu er blandað saman í skál eða ef þú átt matvinnsluvél er gott að nota hana. Ég nota bara skál og nota svo sérstakan pastry blender hníf til þess að blanda deigið saman. Með þessu kemst smjörið ekki í snertingu við puttana og það helst kalt. Þegar að deigið er farið að líkjast sandi eða þér finnst smjörið vera búið að blandast nokkuð vel saman við hveitið helliru ísköldu vatni út í. Hér þarf að passa að setja ekki of mikið vatn, ég oft byrja á því að setja 1 dl og sé svo hvort að deigið haldist saman en það á bara rétt svo að haldast saman. Því næst helliru deiginu á borðið og hnoðar það létt saman. Því næst tekuru kökukefli og fletur það út í hring.

Næsta skref er að leyfa því að kælast en hér skiptiru deiginu í tvennt og vefur því inn í plastfilmu. Þegar að þú hefur pakkað því vel inní plastfilmuna er gott að taka kökukeflið og fletja það enn meira út. Svo þarf deigið að kælast í nokkrar klst, helst sólahring.

Þegar að þú ert tilbúin að nota deigið er gott að taka það út úr ísskápnum sirka 5 mín fyrr. Svo fleturu það út og setur ofan í pie formið. Hér er gott að skella því aftur inn í ísskáp á meðan að þú ert að græja fyllinguna. Forhitar ofninn á 220 gráður.

Fyllingin fyrir pumpkin pie:
1 dós af Libby‘s pumpkin pie mix
2 egg
2/3 bolli rjómi
Hálfur dl sykur

Öllum hráefnunum er blandað saman í skál og hellt ofan í pie skelina. Inn í ofn í 15 mínútur á 220° og lækkar svo niður í 175°og bakar í 50-60 mín í viðbót.

Pekanhnetu karmellusósa
1/2 bolli púðursykur
2 msk rjómi
1 msk sýróp
1 msk smjör

Blandar öllu saman í pott á miðlungs hita og nærð suðu upp. Passa að það festist ekki við botninn. Þegar að þetta er orðið að góðri sósu bætiru 1/2 bolla af söxuðum pekanhnetum og 1/2 tsk vanilludropum. Svo bara njóta.