27. Júlí 2023

Ralph Lauren kynningarvika

Ralph Lauren ilmirnir eru á 20% afslætti dagana 27.júlí – 2.ágúst bæði hér á vefnum og í verslunum. Kaupauki fylgir á meðan birgðir endast en ef verslaðar eru Ralph Lauren vörur fyrir 10.900 kr.eða meira fylgir virkilega falleg taska með kaupunum. Af þessu tilefni ætlum við að segja ykkur aðeins frá Polo Red Parfum frá Ralph Lauren sem er nýjasta viðbótin við vinsælustu ilmlínu merkisins.

Polo Red Parfum er djúpur ilmur með mikinn hita en hann er dularfullur og endist lengi á húðinni. Hann er grípandi, seiðandi og ógleymanlegur ilmur með mikið sjálfstraust. Ilmurinn inniheldur meðal annars Absinthe sem gerir hann mjög kröftugan og á móti er ríkuleg Orris sem færir honum mýkt.

Toppnótur ilmsins eru Bergamot, bóðappelsínu olía og bleik piparkorn á meðan miðnóturnar eru Absinthe olía, orris og lavender í hjartað. Grunn nóturnar eru musk, sedrusviður og oponax.

Þessi ilmur er hluti af Polo Red línunni frá Ralph Lauren en sú lína inniheldur þrjá ilmi sem allir hafa sinn persónuleika.

Ef þig vantar nýtt ilmvatn eða hreinlega langar til þess að prófa einhvern dásamlegan ilm frá Ralph Lauren þá er tækifarið svo sannarlega núna. Allar vörur frá Ralph Lauren má skoða hér.