15. Desember 2024

Ferskt rauðkál með mandarínudressingu og villisveppasósa

Snæ­dís Jóns­dótt­ir mat­reiðslumaður töfraði fram ljúf­fenga upp­skrift að ham­borg­ar­hrygg en ham­borg­ar­hrygg­ur frá Hag­kaup er ansi vin­sæll veislu­mat­ur hjá lands­mönn­um. Með ham­borg­ar­hryggn­um mæl­ir Snæ­dís með ljúf­fengu rauðkáli með manda­rínu­dress­ingu og vill­i­sveppasósu.

Ferskt rauðkál með fennel, mandarínum, myntu og ristuðum pekanhnetum
1 stk. rauðkálshaus
2 stk. fennel
6 stk. mandarínur
100 g pekanhnetur
20 g grenisíróp
Salt

Hitið ofninn í 160°C. Setjið grenisíróp, eða það síróp sem ykkur finnst best, yfir pekanhneturnar og ristið í ofninum í 6-8 mínútur. Skerið fennel með mandólíni eða í þunnar sneiðar og setjið í dall með ísköldu vatni. Skerið rauðkálshausinn einnig með mandólíni eða í þunnar sneiðar. Takið hýðið af mandarínunum og takið bátana í sundur. Blandið rauðkáli og fenneli saman. Dreifið mandarínudressingunni á salatið og stráið pekanhnetum yfir.

Mandarínudressing
4 stk. mandarínur
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. dijonsinnep
grenisíróp
1 grein mynta
Salt

Maukið mandarínur í matvinnsluvél og sigtið hratið vel frá. Blandið saman mandarínusafa og dijonsinnepi. Smakkið til með sítrónusafa sirka 1 msk og saxið myntu út í. Smakkið til með salti og sírópi.

Villi­sveppa-­sósa
100 g þurrkaðir vill­i­svepp­ir
500 g kast­aníusvepp­ir
100 ml. púrt­vín
2 skalott­lauk­ar
2 hvítlauksrif
2 grein­ar garðablóðberg
400 ml. rjómi
50 g smjör
Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:
Leggið vill­i­svepp­ina í bleyti í sjóðandi heitt vatn þannig að fljóti yfir þá. Skerið kast­aníusvepp­ina og lauk­inn í sneiðar og steikið í smjörinu við væg­an hita í potti. Þegar kom­inn er fal­leg­ur lit­ur á svepp­ina er púrt­vín­inu hellt yfir og látið sjóða niður um helm­ing. Kreistið mesta vatnið úr vill­i­svepp­un­um og skerið þá í litla bita. Hellið vatn­inu af svepp­un­um út í pott­inn ásamt svepp­un­um, garðablóðberg­inu og rjóman­um. Sjóðið allt sam­an í nokkr­ar mínútur til að ná fram sem mestu bragði. Veiðið garðablóðbergið upp úr pott­in­um og blandið sósuna með töfra­sprota, án þess þó að mauka svepp­ina of mikið. Ef sósan er of þykk er best að þynna hana með örlitlu vatni. Smakkið sósuna til með salti, pip­ar og púrt­víni.

Þess­ar upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.