13. Maí 2024
Ribeye steik með appelsínu chimichurri og fylltum trufflukartöflum
Matarmenn eru nýir samstarfsaðilar hjá okkur í Hagkaup og þeir hefja grillsumarið með látum! Hér er girnileg uppskrift af grilluðu Ribeye með appelsínu chimichurri og bökuðum trufflukartöflum.
Uppskrift:
4 bakaðar kartöflur
8 beikon sneiðar
50 gr. smjör
40 ml. rjómi (valkvæmt)
Steinselja eftir smekk
10 strá graslaukur
Sjávarsalt eftir smekk
1-2 msk. hvítlauksduft
200 gr. truffluostur
Fjögurra osta blanda frá MS
Bakið kartöflurnar á 200° í 75 mínútur ca. Stingið í þær til að kanna hvort þær séu orðnar bakaðar í gegn.
Grillið beikonið þar til það er orðið vel “crunchy”. Leggið á disk með servíettu undir og yfir til þess að draga í sig fituna og geymið til hliðar.
Skerið graslaukinn, beikonið og steinseljuna
Þegar kartöflurnar eru orðnar klárar skerið þær til helminga og skafið innan úr þeim með skeið. Setjið í skál og blandið saman við smjöri, rjóma, beikoni, salti, pipar, hvítlauksdufti, graslauk og steinselju og blandið saman.
Fyllið kartöfluhýðin aftur með blöndunni, skerið truffluostinn í sneiðar og leggið ofan á kartöflurnar og stráið fjögurra osta blöndunni yfir.
Setjið ofninn á efri grillstillingu ásamt blæstri á 220° og bakið kartöflurnar þar til osturinn er orðinn fallega bráðinn. Stráðu beikoni og graslauk yfir og njóttu.
Chimichurri :
1/2 bolli ólífuolía
1 búnt steinselja
2 stórir geirar hvítlaukur
1 chilli fræhreinsaður
1 tsk oregano
1 msk sítrónusafi
4 msk sppelsínusafi
Appelsínubörkur eftir smekk
Svartur pipar
Salt
Blandað saman og látið standa í minnst 30 mín.