28. September 2023

Samfélagið

Við teljum mikilvægt og samfélagslega ábyrgt að leggja okkar af mörkum til þess að stuðla að auknum lífsgæðum í samfélaginu okkar. Við trúum því að við getum haft jákvæð áhrif á lífsgæði starfsmanna, viðskiptavina, hagsmunaaðila og samfélagsins í heild í gegnum daglegan rekstur.

Við setjum viðskiptavininn í öndvegi. Öll starfsemi okkar miðast við að gera samskipti viðskiptavina við Hagkaup sem ánægjulegust og því leggjum við kapp á fjölbreytt vöruúrval, framúrskarandi þjónustu og gott aðgengi að verslunum. Hagkaup leggur áherslu á gott samband við viðskiptavini sína og óskar fyrirtækið jafnan eftir því að þeir láti vita ef þeim finnst eitthvað ábótavant í vöruframboði, þjónustu eða aðbúnaði.

Heilsa og hollusta

Til að stuðla að heilsu og hollustu okkar viðskiptavina, þá bjóðum við upp á mjög fjölbreytt úrval af hollum og ferskum matvælum, þar með talið ferskt grænmeti og ávexti, allt árið um kring. Í verslunum okkar er hægt að finna úrval af lífrænum matvælum sem og umhverfisvænum og ofnæmisprófuðum snyrtivörum. Við höldum Heilsudaga tvisvar sinnum á ári þar sem kynningar og tilboð á heilsuvörum, vítamínum, fæðubótarefnum og fleiri vöruflokkum, skipa stóran sess. Í mörg ár höfum við boðið upp á salatbar sem nýtur mikilla vinsælda, sérstaklega í hádeginu. Þar geta viðskiptavinir sett saman sitt eigið salat úr ferskasta mögulega hráefni. Fjölmargir réttir eru í boði og erum við sífellt að auka við úrvalið.

Útivist

Við styðjum viðskiptavini okkar til hreyfingar og útivistar með því að bjóða upp á mikið úrval af fjölbreyttum útivistarvörum á sanngjörnu verði – allt frá sumarleikföngum, hjólum og hlaupahjólum yfir í hágæða gönguskó og útivistarfatnað.

Betra aðgengi

Mikilvægur þáttur í þjónustu okkar við viðskiptavini er gott aðgengi að vörum og höfum við tvær verslanir okkar opnar allan sólarhringinn, í Skeifunni og Garðabæ. Hagkaup býður einnig upp á netverslun með leikföngum og snyrtivöru þar sem lögð er áhersla á að bjóða upp á gott úrval, meðal annars fyrir þá sem vilja spara sér „kolefnis-sporið“ og fá sent heim, ásamt þeim sem geta ekki heimsótt verslanir okkar, svo sem vegna búsetu á landsbyggðinni.

Samstarf við birgja

Neytendur gera sífellt meiri kröfur um sýnilegar merkingar um uppruna vara . Hagkaup gerir þá kröfu til birgja að umbúðamerkingar séu með viðunandi hætti og lögum samkvæmt, þar sem glögglega kemur fram uppruni vörunnar . Við leitum að jafnaði fyrst í nærumhverfi okkar eftir vörum og þjónustu svo lengi sem birgjar standast kröfur um gæði og hagkvæmni . Nýlega tók Hagkaup það skref að svokallaðir „skilabirgjar“ (vörur á skilarétti) geri grein fyrir hvað verði um vörurnar eftir að þeim er skilað með tilliti til matarsóunar . Hagkaup býður skilabirgjum meðal annars að selja vörur sínar á afslætti í versluninni frekar en taka þær til baka og henda þeim að hluta til eða öllu leyti .

Stuðningur við nýsköpun

Það er okkur hjartans mál að styðja við nýsköpun . Ein besta leiðin til þess er að okkar mati að vinna náið með smáframleiðendum og aðstoða þá við að koma vörum sínum á framfæri . Við fylgjumst vel með nýsköpunarsamfélaginu á Íslandi og þeirri miklu grósku sem þar er að finna . Á síðastliðnu ári hefur okkur tekist einstaklega vel upp í þessum efnum, en tugir íslenskra smáframleiðenda selja nú vörur sínar í verslunum okkar . Við framleiðum einnig fjölda vara sjálf undir eigin vörumerkjum . Ber þar helst að nefna Origami Sushi, California salöt og vefjur, brauðsalöt, pizzur og grillsósur .

Samstarf við hagsmunaaðila

Við viljum eiga gott samstarf við hagsmunaaðila okkar og skapa þeim aukin lífsgæði í gegnum daglegt starf okkar til skemmri og lengri tíma . Margir eiga beina hagsmuni af rekstrinum eins og t . d . birgjar, viðskiptavinir, fjölskyldur starfsfólks, starfsfólk, eigendur, verktakar, samfélagið og yfirvöld . Við erum meðvituð um fjölbreytileika þessa hóps og hvernig við höfum áhrif á velferð ólíkra hagsmunaaðila .

Styrkir til góðra verka

Hagkaup styður við fjölbreytt verkefni sem efla samfélagið og vernda umhverfið . Styrkirnir renna til félagasamtaka og fyrirtækja sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun . Dæmi um verkefni sem Hagkaup hefur styrkt á síðustu misserum eru styrkir til íþróttafélaga, góðgerðamála, menningar -og æskulýðsstarfa . Þá styður Hagkaup reglulega hin ýmsu verkefni með því að selja styrktarvörur fyrir góðgerðarfélög án þess að taka hagnað af sölu, t . d Mottumarssokka, Bleiku slaufuna og dagatal Slökkviliðsins .