Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

12. Nóvember 2024

Skálin nú í Skeifunni og Garðabæ

Skálin hefur nú opnað í Hagkaup Garðabæ. Skálin hefur notið mikilla vinsælda frá því að hún opnaði í Hagkaup Skeifunni í vor og mikil eftirspurn verið eftir fleiri staðsetningum. Skálin er frábær skálabar þar sem fólk getur sett saman síma eigin skál.

Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem fólk getur síðan toppað með ferskum ávöxtum, stökku granóla, hnetusmjöri og ýmiss konar fleira góðgæti að eigin vali. Þar ættu því allir að geta fundið grunn við hæfi og toppað hann með eins miklu góðgæti og þeir vilja, til að setja saman sína uppáhalds skál.

Það sem einkennir Skálina er að skyr- og jógúrtgrunnarnir eru kældir í ísvél, sem veltir hráefninu hring eftir hring áður en skálin er sett saman. Fyrir vikið verða skyr- og jógúrtgrunnarnir ekki eins þungir í maga og búast mætti við ef þeir væru kældir í hefðbundnum kæli áður en skammarnir eru útbúnir og áferðin öll léttari, ekki ósvipuð rjómaís.

Skálin í Skeifunni og Garðabæ er opin alla virka daga frá kl.10:00-19:00 og á laugardögum frá kl.10:00-14:00.