18. Ágúst 2022
Skipulagsátak Hagkaups og Oreo
Söngkonan og kvikmyndagerðarkonan Sylvía Erla Melsteð stendur fyrir skipulagsátaki í samvinnu við Hagkaup og mbl.is sem felst í því að efla lestur, heimanám, hreyfingu og minnka skjánotkun hjá börnum í grunnskólum landsins.
Sylvía Erla greindist sjálf með lesblindu undir lok 9.bekkjar og kom upp aðferðum til þess að læra og halda sér við efnið, hún segir skipulag vera lykillinn í því að ná árangri. Hugmyndin að skipulagsbókinni kviknaði eftir fyrirlestrarröð í grunnskólum landsins um lesblindu. Sylvía fann strax mikinn áhuga hjá börnum varðandi skipulagið sem hún kom sér upp og vildi leggja sitt á vogaskálarnar til þess að hvetja börn áfram í skólanum. Oreo hundurinn hennar Sylvíu hefur vakið mikla eftirtekt og skipar hann stóran sess í verkefninu.
Átakið verður með þannig sniði að það stendur yfir í 20 daga fyrir nemendur í 1. til 3. bekk og til þess að gera verkefnið enn meira spennandi verður keppni á milli grunnskóla. Skólinn sem safnar flestum stigum fær þann góða titil að vera best skipulagði skólinn auk þess að fá glaðning frá Oreo. Markmiðið er að sjálfsögðu að fá sem flesta til þess að taka þátt, hafa gaman og gera sitt besta. Börnin skrá stigin sín daglega inn á slóð hjá mbl.is, en þar verður opnað fyrir skráningar 4.september.
Bókin er seld í öllum Hagkaupsverslunum og einnig er hægt er að versla bókina hér á frábærum kjörum.
Eins og fyrr segir skipar Oreo stóran sess í verkefninu og Sylvía lét framleiða hundabangsa sem auðvitað heitir Oreo. Hundabangsinn verður á sérstöku kynningarverði í Hagkaup næstu vikur á 2.449 krónur.
Gangi ykkur vel í átakinu!