17. Apríl 2024
Smörrebröð með Helgu Gabríelu
Þriðjudaginn 23. apríl verður smurbrauðs kennsla með Helgu Gabríelu matreiðslukonu og matgæðings í Hagkaup Smáralind kl. 18:00.
Þar mun Helga Gabríela kenna gestum að framreiða gómsæt og girnileg dönsk smurbrauð því eins og flestir vita eru smurbrauð órjúfanlegur hluti af danskri matarmenningu og við íslendingar höfum notið góðs af því og eru smurbrauð gífurlega vinsæl hér á landi.
Námskeiðið er gjaldfrjálst og skráning fer fram hér.