8. Apríl 2025
Þorskur í kókos chilli sósu
Helga Magga bjó til uppskrift að ótrúlega góðum fiskrétt sem hún segir vera einn af hennar uppáhalds. Fiskrétturinn hentar vel á hvaða degi sem er eða þegar þú ert að bjóða fólki í mat. Chillí olían setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið í þessum rétti.
Innihald
800 - 1000 g þorskbitar
2 dósir kókosmjólk
1 msk ólífuolía
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
15 g ferskt engifer
1 ferskur chillí
1 tsk sykur
1 fiskiteningur
Salt
Ferskt kóríander (má sleppa)
Chilli olía
Niðursneiddur vorlaukur
1 límóna
Aðferð
Þú byrjar á því að skera laukinn og hvítlaukinn smátt niður og steikja upp úr olíunni. Svo bætir þú engiferinu og chilliinu út á pönnuna ásamt því að rífa smá límónubörk út á. Kókosmjólkinni er svo hellt út á pönnuna ásamt einum fiskiteningi, þetta er látið malla í um 20 mínútur.
Ég tók fræin úr chilliinu en það er mun sterkara að hafa fræin með. Ég var með eina venjulega kókosmjólk og aðra létt kókosmjólk en það má vera hvernig sem fólk kýs helst.
Þorskurinn er saltaður örlítið og svo raðað út á pönnuna, hitað við miðlungs hita í um 10 mínútur. Á meðan fiskurinn er að eldast er tilvalið að sjóða hrísgrjón. Ég var einnig með tilbúið brokkolísalat og sætkartöflusalat frá Hagkaup.
Þegar fiskurinn er borinn fram og settur á diskinn er kóríander og vorlaukur settur yfir ásamt því sem límóna er kreist yfir. Rétturinn er svo toppaður með chillí olíunni.