26. September 2022

Umhverfisvænar og plastlausar snyrtivörur

Í tilefni af plastlausum september langar mig að skoða örlítið merki og vörur sem eru plastlaus. Þegar snyrtivörudeildin okkar er skönnuð þá kemur nefnilega í ljós að þar leynast ýmiskonar plastlausir gullmolar sem væri sniðugt að skoða ef fólk er að reyna að taka skref í átt að plast minni lífsstíl. Mig langar að segja ykkur frá tveimur vörumerkjum sem leggja svo sannarlega sitt af mörkum í að hjálpa viðskiptavinum að minnka óþarfa plastnotkun.

ZAO makeup snyrtivörur.

ZAO Makeup

ZAO er vörumerki sem reynir eftir fremsta megni að nota sem minnst af plasti í framleiðslum á vörum sínum. Mikið af vörunum eru alveg plastlausar, en þó ekki alveg allar. ZAO Makeup framleiðir franskar náttúrulegar snyrtivörur sem eru allar lífrænar og koma í áfyllanlegum umbúðum. Allar púðurvörur sem merkið framleiðir eru alveg lausar við plast og ég mæli alveg sérstaklega með kinnalitunum frá þeim, mjög fallegir. ZAO fæst á vefnum hjá okkur og í verslun okkar í Smáralind.

Ethique plastlausar, vegan og cruelty free vörur.

Ethique
Hér höfum við vörumerki sem framleiðir eingöngu plastlausar, vegan og cruelty free vörur sem eru lausar við pálmaolíu. Ethique framleiðir bæði hár og húðvörur fyrir líkama og andlit. Sjampóin frá Ethique eru langt frá því að vera eins og hefðbundin sjampó en þau koma í sjampó kubbum og einn sjampó kubbur frá Ethique samsvarar allt að 3x350ml brúsum af hefðbundnu sjampói. Við bjóðum upp á gott úrval af Ethique vörunum bæði hér á vefnum og í verslunum okkar. Allt frá sjampói og hárnæringu í andlitshreinsa og svitalyktaeyða.

Ef þið kæru lesendur hafið hugsað um það að minnka óþarfa plastnotkun á heimilinu er aldrei of seint að taka fyrstu skrefin og þau þurfa ekki að vera stór. Margt smátt gerir eitt stórt er kannski einhver mest ofnotaða klisja samfélagsins en hún á svo sannarlega við hér.