Uppskrift að vinsælasta hamborgarhrygg landsins

Hamborgarhryggur er vinsæll á veisluborðið yfir hátíðirnar. Hagkaups hamborgarhryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur sem skilar sér í einfaldari eldun. Hrygginn þarf því ekki að forsjóða heldur einungis að elda í ofni. Hér að neðan er uppskrift að einföldum og góðum gljáa sem er tilvalinn á hamborgarhrygginn. 


Ham­borg­ar­hrygg­ur­inn með besta gljá­an­um
1 Hag­kaups ham­borg­ar­hrygg­ur

Aðferð:
Ham­borg­ar­hrygg­ur­inn er sett­ur í eld­fast mót eða ofnskúffu ásamt 6 dl af köldu vatni. Sett­ur í ofn á 160°C í 90 mín­út­ur. Þá er hann tek­inn út, penslaður með gljá­an­um og sett­ur aft­ur inn í ofn í 15 mín­út­ur, en þá á 220°C.

Gljái
150 g púður­syk­ur
3 msk. Dijon-sinn­ep
2 msk. Eg­ils app­el­sínuþykkni

Aðferð:
Öllu hrært sam­an og penslað á hrygg­inn. Ekki er verra að skera niður app­el­sínu og raða sneiðunum á hrygg­inn.

Þú færð allt hráefnið í Hagkaup.