Uppskrift að vinsælasta hamborgarhrygg landsins
Hamborgarhryggur er vinsæll á veisluborðið yfir hátíðirnar. Hagkaups hamborgarhryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur sem skilar sér í einfaldari eldun. Hrygginn þarf því ekki að forsjóða heldur einungis að elda í ofni. Hér að neðan er uppskrift að einföldum og góðum gljáa sem er tilvalinn á hamborgarhrygginn.
Hamborgarhryggurinn með besta gljáanum
1 Hagkaups hamborgarhryggur
Aðferð:
Hamborgarhryggurinn er settur í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt 6 dl af köldu vatni. Settur í ofn á 160°C í 90 mínútur. Þá er hann tekinn út, penslaður með gljáanum og settur aftur inn í ofn í 15 mínútur, en þá á 220°C.
Gljái
150 g púðursykur
3 msk. Dijon-sinnep
2 msk. Egils appelsínuþykkni
Aðferð:
Öllu hrært saman og penslað á hrygginn. Ekki er verra að skera niður appelsínu og raða sneiðunum á hrygginn.
Þú færð allt hráefnið í Hagkaup.