Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

6. Febrúar 2024

Vel heppnað matreiðslunámskeið Önnu Mörtu og Lovísu

Í til­efni heilsu­daga er Hag­kaup að bjóða upp á ýmsa viðburði og á dög­un­um boðið upp á mat­reiðslu­nám­skeið með tví­bura­systr­un­um Önnu Mörtu og Lovísu Ásgeirs­dætr­um sem slegið hafa í gegn með sín­um frá­bæru vör­um frá vörumerk­inu Anna Marta. Þetta eru meðal ann­ars súkkulaðihring­ir sem þær hafa verið að gera og hafa notið mik­illa vin­sælda.

Á nám­skeiðinu fóru systurnar í gegn­um ein­fald­ar og fljót­leg­ar upp­skrift­ir sem eiga það sam­eig­in­legt að vera bráðholl­ar og ljúf­feng­ar.
„Má þar nefna hráfæðis sus­hi, kjúk­lingapastarétt, ofnbakað eggja­köku og svo auðvitað súkkulaði í lok­in. Við kynntum einnig nýj­ustu afurðina okk­ar sem er stór­kost­leg­ur hnetu­hring­ur sem hrein­lega bráðnar í munni,“ seg­ir þær syst­ur Anna Marta og Lovísa og voru þær í skýj­un­um með þátt­tök­una. Það var sam­dóma álit þátt­tak­enda að þetta hafi við skemmti­leg kvöld­stund með þess­um frá­bæru heilsusystr­um. Eins og áður sagði þá standa þær syst­ur bak viðvörumerkið Anna Marta og þær eru aðfram­leiða fersk­ar, holl­ar og nátt­úru­leg­ar mat­vör­ur úr hágæða hrá­efni án allra auka­efna. Syst­urn­ar leggja áherslu á að vör­urn­ar séu bæði ljúf­feng­ar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og já­kvæða upp­lif­un. All­ar vör­urn­ar eru hand­gerðar og unn­ar í fag­eld­húsi und­ir ströng­um gæðaeft­ir­lits­stöðlum.