4. Apríl 2025
Clarins með nýja Extra firming krem línu
3.-9 .apríl eru allar vörur frá Clarins á 20% afslætti hjá okkur í Hagkaup. Bæði förðunar- og húðvörurnar frá Clarins hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og nú hafa ný og spennandi andlitskrem bæst við úrvalið þeirra.
Clarins Extra Firming línan er ný og virk lína sem inniheldur dag- og næturkrem fyrir mismunandi húðtýpur. Hér er um að ræða andlitskrem sem vinnur að því draga úr ásýnd fínna lína og hrukka og þétta húðina. Kremið er góð næring fyrir húðina og veitir góðan raka og vellíðunar tilfinningu í húðinni.
Kremin innihalda öfluga þrennu virkra innihaldsefna kollagen pólýpeptíð, pekanhnetuþykkni og mitracarpus-þykkni en þar að auki er í kremunum níasínamíð sem hjálpar til við að jafna yfirborð húðarinnar og veita henni ljóma.
Kremin hafa verið í þróun á rannsóknarstofum Clarins þar sem þessi einstaka blanda innihaldsefna hefur verið sameinuð til þess að búa til umvefjandi áferð sem veitir þægindatilfinningu án þess að vera olíukennd.
En það er ekki allt, þessi nýju frábæru krem kona nefnilega í áfyllanlegum umbúðum. Það er því hægt að kaupa fyrstu krukkuna og þegar hún klárast er einfaldlega hægt að kaupa áfyllingu á krukkuna á lægra verði.
Ef þú ert ekki viss um hvaða Clarins vörur henta þér þá er um að gera að kíkja í heimsókn í verslanir Hagkaups þar sem sérfræðingar Clarins verða að störfum 3.-9. Apríl og geta aðstoðað við val á húðvörum sem henta hverjum og einum. Svo skemmir ekki fyrir að ef keyptar eru vörur frá Clarins fyrir 13.900kr eða meira fylgir veglegur kaupauki með á meðan birgðir endast.