Vinsamlegast ath!

Vegna mikils álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana.

23. Febrúar 2024

Fermingarkvöld Hagkaups

Færri komust að en vildu á fermingarkvöld Hagkaups sem haldið var í Hagkaup Smáralind í gærkvöldi. Á kvöldinu var hægt að kynna sér fjölmargar vörur sem Hagkaup selur fyrir ferminguna, skraut, mat, förðunarvörur og svo mætti lengi telja.

Hápunktur kvöldsins var förðunarkennsla í samstarfi við Beautyklúbbinn og farið var yfir létta húðumhirðu og einfalda förðun fyrir stóra daginn. Lilja Gísladóttir förðunarfræðingur og markaðsfulltrúi Hagkaups sá um kennsluna.

,,Við höfum tekið eftir það er mikil fjölgun af ungum viðskiptavinum hjá okkur og augljóst að yngri kynslóðin er farin að sækja meira í förðunarvörur. Við viljum endilega fræða og aðstoða viðskiptavini okkar eftir fremsta megni í þessum málum og leiðbeina ungu fólki og þeirra forráðamönnum um notkun á þessum vörum. Við vitum að samfélagsmiðlar eru í auknum mæli að búa til pressu og jafnvel óraunhæfar kröfur á einstaklinga bæði hvað varðar húðumhirðu og förðun. Viðburðir eins og fermingarkvöldið sem við héldum í gær er frábær leið til þess að sýna og fræða okkar viðskiptavini um húðina, hún er ólík hjá okkur öllum og það sem við sjáum á samfélagsmiðlum í gegnum filtera endurspeglast ekki í raunveruleikanum“ segir Lilja.  

Það var vel sótt á námskeiðið og komust færri að en vildu ,,það var virkilega gaman að sjá hvað áhuginn var mikill og bæði fermingarbörn og forráðamenn mjög áhugasöm og dugleg að spyrja spurninga“.

Boðið var upp á ýmsar kræsingar og kynningar á fermingarkvöldinu. 17 Sortir voru með kynningar á sínum glæsilegu kökum, Confetti systur ásamt Skreytingarþjónustunni sýndu glæsilegar skreytingar fyrir stóra daginn en vörurnar þeirra má finna í öllum verslunum Hagkaups. Veisluþjónusta Hagkaups Veisluréttir kynntu brot af úrvali sínu og má sérstaklega nefna nýjungar á borð við tortilla vefjur fylltar með allskyns góðgæti, litlir hamborgarar, sætir bakka og meira til. Úrvalið má skoða á vef Hagkaups og panta fyrir veislu.

,,Fermingarkvöldið tókst gríðarlega vel og við getum varla beðið eftir því að endurtaka leikinn að ári. Úrvalið fyrir ferminguna hefur aldrei verið meira fyrir Hagkaups og við erum virkilega ánægð að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á það að geta keypt allt fyrir veisluna á einum stað.“ Segir Lilja Gísladóttir.

Fyrir áhugasama er hægt að horfa á húðumhirðu og förðunarkennsluna inni á fermingarsíðu Hagkaups.