Vefverslunarpantanir fyrir jól

Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

18. September 2024

Spennandi nýjung frá Shiseido

19.-25. september eru allar vörur frá Shiseido á 25% afslætti í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is auk þess sem fallegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá merkinu fyrir 10.900kr eða meira (gildir á meðan birgðir endast). Shiseido framleiða frábærar húð- og förðunarvörur en nýlega kom á markað nýtt krem frá merkinu, Vital Perfection Advanced Cream.

Þetta nýja krem dettur inn í Vital Perfection línuna sem er ein vinsælasta línan frá Shiseido. Kremið er ætlað fyrir þroskaða húð og vinnur gegn öldrunarmerkjum í húðinni. Kremið vinnur að því að lyfta, móta og þétta húðina og skilja hana eftir vel nærða með heilbrigt og ljómandi yfirbragð. Vital Perfection býr yfir einkaleyfisvörðu innihaldsefni SaffloweRED sem hjálpar til við að efla næringarnet og sjálfsendurnýjun húðarinnar.

Annað virkilega frábært krem úr Vital Perfection línunni er Vital Perfection Firming Night Cream en það er næringarríkt krem sem nánast bráðnar inn í húðina. Kremið inniheldur sama SafflowerRED innihaldsefnið og aðrar vörur í línunni en kremið vinnur að því að styðja endurnýjunarferli húðarinnar lyfta hana og birta ásýnd húðarinnar. Frábært krem fyrir þroskaða húð fyrir svefninn sem vinnur á húðinni á meðan þú sefur.

Síðasta varan sem við ætlum að segja frá að þessu sinni er líka úr Vital Perfection línunni og er algjör dekurvara. Vital Perfection LiftDefine Radiance Face Mask er maski sem kemur í tveimur hlutum fyrir andlit og háls. Maskinn vinnur að því að móta andlitsdrætti, þétta og birta sýnilega húðina á 10 mínútum. Algjör snilldar maski fyrir gott kósýkvöld og góða næringu fyrir húðina inn í haustið.

Sérfræðingar Shiseido verða í verslunum Hagkaups á meðan a tilboðinu stendur og aðstoða ykkur við val á húð-og förðunarvörum. Einnig er hægt að skoða allar vörur frá merkinu með því að smella hér.