7. Febrúar 2025
Superbowl maísdipp
Superbowl veislan er um helgina og hér er ofur einföld uppskrift af maísdippi sem hægt er að græja tímanlega og hita svo í ofninum þegar gestir koma.
Innihald:
450 g frosinn maís
1 dós rjómaostur með svörtum pipar
1 dós sýrður rjómi 10%
rifinn mozzarella
rifinn cheddar ostur
safi úr hálfri límónu
vorlaukur (má sleppa)
green jalapeno frá santa maria
nachos snakk frá el taco truck
1 tsk spicy chili lime krydd frá Stonewall kitchen
1 tak hvítlaukskrydd
1 tsk paprikukrydd
kóríander (má sleppa)
Öllum innihaldsefnunum blandað saman í skál, sett í eldfast mót og hitað í um 20 mínútur við 200 gráður eða þangað til osturinn er bráðinn.